janúar 2004 - fćrslur


Gleđilega rest

Ţá er mađur kominn aftur suđur og fríiđ brátt á enda. Af tćknilegum orsökum gat ég ekki uppfćrt vefinn ţegar ég var fyrir austan en er nú sestur aftur viđ lyklaborđiđ.

Flutningar standa yfir

Ég er sem stendur ađ fćra thorarinn.com á milli hýsingarađila. Ef ţú sérđ ţennan texta ertu ađ skođa vefinn í nýju hýsingunni, annars ţeirri gömlu ;)

Hitt og ţetta (og sitthvađ ađ auki)

Stutt yfirlit yfir atburđi undanfarinna daga: Bralliđ sem ég ýjađi ađ í síđustu fćrslunni fyrir jól var ađ ég fór á samlestra á nýju íslensku leikriti hjá leikfélaginu Hugleik. Missti af fyrsta lestrinum en kom á annan og las ţá hlutverk vitgranns íslensks leyniţjónustumanns (hálft leikritiđ eđa svo). Laugardaginn sem ég kom aftur var svo ţriđji lestur og í framhaldi af ţví skipađ í stćrstu hlutverkin.

Rússneskur sirkus

Í dag fór ég í snemmbúiđ afmćli til Margrétar systur, var bođiđ hlutverk í rússneskum sirkus, fór í heimsókn upp í Breiđholt og tók til á myndasíđum Vilborgar. Ekki verđa nein háfleyg lokaorđ ađ ţessu sinni.

Skúrađ í snjónum

Í dag var skúrađ. Ţá er ég ađ meina alvöru skúringar; rokk undir geislann, svitabolur, húsgögnum rutt úr vegi, ábreiđur viđrađar og ţvegnar, stofan endurskipulögđ og telitu skolvatni sturtađ niđur. Ţađ er ekki ţađ oft sem alvöru skúringar eru stundađar hér á mínu heimili (hins vegar moppađ reglulega) og ţví er full ástćđa til ađ fćra ţađ í annála hér.

Bók djöfulsins

Bókin DaVinci Code er bók djöfulsins! Ekki svo ađ skilja ađ hún sé illa skrifuđ eđa málsvari myrkrahöfđingjans, ţótt vissulega sé tćpt á ýmsum trúarlegum málum. Ţvert á móti er hún svo helvíti góđ ađ hún fór alveg međ helgina hjá mér.