5 km: 29 mín

Annar dagur í sumarfríi hófst á 5 km hlaupi. Eftir rólega upphitun tóku við nokkrir kílómetrar á léttu og rösklegu tempói. Það entist þó ekki nema hálfa leið og þá datt ég niður í það að labba í nokkrar mínútur (skamm). Eftir labbið þjösnaðist ég heim á rólegu brokki og lauk með næstum þolanlegum endaspretti.

Þrekið var ekki til vandræða en leti/orkuleysi setti sitt mark. Hluti af því var kannski að ég hljóp á svo gott sem fastandi maga (banani í morgunmat og nokkrar rúsínur). Mánuður í hlaup og mig grunar að afrek mín í ár verði varla skráð í sögubækur, en þrjóskast skal ég!


< Fyrri færsla:
Sumarfrí eru góð frí
Næsta færsla: >
Fugl dagsins
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry