október 2004 - fćrslur


Danir... eru řkológískir

Ţađ er mun algengara í verslunum hér heldur en heima ađ vörur séu merktar umhverfisvćnar međ opinberum ríkisstimpli, eins konar stílíseruđu Ř í dönsku fánalitunum. Reyndar stendur núna yfir kynningarherferđ ţar sem veriđ er ađ kynna nýtt evrópskt merki sem kemur í stađ ţess danska. "Fordi de andre ikke kan sige Ř". Međal ţess sem sýnt er í ţeirri kynningarherferđ eru evrópskir bćndur ađ reyna ađ segja "Řkologisk rřdrřd med flřde."

Lifađ á danska velferđarkálfinum

Klisjan um Íslendingana sem lifa á danska velferđarkerfinu er vel ţekkt (og reyndar má rökstyđja ađ ég sé í ţeirra hópi, enda óvíđa í heiminum hćgt ađ komast í ókeypis mastersnám). Á föstudag varđ ég hins vegar svo frćgur ađ komast í kynni viđ danska velferđarkálfinn og voru ţau kynni međ miklum ágćtum.

Afkastalítill laugardagur

Á laugardags-"morgun" vaknađi ég laus viđ ţynnku, en ekki laust viđ ađ óbeinar reykingar og langvökur sćtu ađeins í mér. Eftir morgun/hádegisverđ og smá dagblađalestur stóđ ég sjálfan mig ađ ţví ađ vera ađ horfa á norskan menningarumrćđuţátt međ sćnskum texta! Ađ vísu var viđmćlandi ţáttarstjórnandans áhugaverđur og skemmtilegur - en ég ákvađ ađ nú vćri nóg komiđ og ađ bregđa frekar undir mig hjólhesti og fara út í sólina.

Frumsýning gekk vel - skilst mér

Ég hef um helgina fengiđ nokkra tölvupósta međ hamingjuóskum vegna frumsýningarinnar á "Á uppleiđ". Reyndar hafa tölvupóstarnir eingöngu veriđ frá innvígđum Hugleikurum (sem eru langt frá ţví hlutlausir). Ţví er hér međ lýst eftir viđbrögđum fleiri lesenda sem skelltu sér í Kaffileikhúsiđ um helgina.

Smá lógópćling

Ég er ađ spökulera í ađ útbúa mér einföld nafnspjöld til ađ slá um mig međ (og einfalda ferliđ ţegar afgreiđslufólk ţarf ađ taka niđur nafniđ mitt).

Mađur ţekkir mann og annan

Á ţriđjudaginn mćtti ég í formlega dótturkynningu Hönnu Birnu. Hún hafđi bođiđ íslenskum vinkonum sínum í Köben og ţótti upplagt ađ ég mćtti líka (svona til ađ rjúfa félagslega einangrun mína). Ţađ kom henni töluvert á óvart ţegar hún reyndi ađ kynna mig fyrir viđstöddum ađ ég hafđi hitt alla áđur.

Fyrsta danska uppleggiđ

Á miđvikudag varđ ég svo frćgur ađ halda mitt fyrsta upplegg (oplćg) í skólanum og ţađ á dönsku! Ţessi merki atburđur varđ í áfanganum Interaktionsdesign ţar sem ég sagđi frá grein um ákveđna ađferđafrćđi í hönnun sem er ćtlađ ađ hjálpa hönnuđunum ađ brjótast út úr hefđbundnum hugmyndum og opna fyrir fagurfrćđilegri nálgun.

Kempuskapur međ gula hanska

Blessunarlega er ég ekki í sömu sporum og Nína Björk sem í dagbókinni sinni segist alvarlega hafa hugleitt ađ flytja úr kommúnunni sinni í Bradford vegna óţrifnađar. Hins vegar verđur ađ viđurkennast ađ Andreas er ekki mesti snyrtipinni í heimi og jafnvel forhertan piparsvein eins og mig klćjar í fingurna ađ skrúbba ađeins verstu blettina.

Nú held ég heim!

Í gćr var tilkynnt um hvađa einţáttungar verđa sýndir í Borgarleikhúsinu 23. október nćstkomandi. Alls verđa sýndir 11 ţćttir og verđur "Á uppleiđ" einn ţeirra! Eins og ég var búinn ađ lofa sjálfum mér er stefnan nú sett á ađ skjótast heim í helgarfrí og sjá sýninguna í Borgarleikhúsinu!

Heimferđ stađfest

Eftir töluvert bras er ég búinn ađ panta flugfar heim til Íslands fimmtudaginn 21. okt og út aftur mánudaginn 25. Ég veit ekki hvort ţađ er bara klaufaskapur í mér eđa hvort bókunarvélin hjá IcelandExpress gerir í ţví ađ klúđra dagsetningum ef mađur flakkar fram og til baka í stađ ţess ađ fara bara línulega í gegnum bókunina?

Nasaţefur af menningarnótt međ íslensku ívafi

Á föstudag var menningarnótt hér í Köben. Ţótt skömm sé frá ađ segja fór hún ađ mestu fram hjá mér ţrátt fyrir göfug áform um ađ kynna mér ţađ sem vćri á bođstólum. Ţrátt fyrir ađ vera hluthafi í helgaráskrift ađ Politiken sé ég ekki mikiđ af dagblöđum á virkum dögum og var satt best ađ segja búinn ađ steingleyma ţví ađ ţađ vćri menningarnótt. Ţađ var ekki fyrr en nokkuđ var liđiđ á Fredagsbar ađ hún barst í tal - en ţá var heldur seint í botn gripiđ. Ţó fékk ég smá nasaţef af nóttinni í íslenskum félagsskap.

Innrás geispanna

Eins og ég hef áđur sagt frá virđist sem ţađ sé vespu eđa geitungabú utan á húsinu ţar sem ég bý einhversstađar fyrir ofan gluggann minn. Ég hafđi af ţessu áhyggjur fyrst í stađ, en í ljósi ţess ađ eldhúsglugginn (sem er viđ hliđina á mínum) er nćstum alltaf opinn og ađ vespurnar/geitungarnir sćkja ekki ţangađ inn hef ég veriđ óhrćddur viđ ađ opna gluggann minn.

210. fćrslan

Ţetta er dagbókarfćrsla nr. 210 skv. gagnagrunninum mínum. Sú tvöhundruđasta fór framhjá mér, en ég slć mér á brjóst hér í stađinn.

Skrifrćpu engin takmörk sett

Í gćr (fimmtudag) settist ég međ mína Surtlu inn á stúdíubás međ fögur fyrirheit um ađ skrifa scenario fyrir ógurlega merkilegt hádegisstefnumótakerfi sem viđ erum ađ hanna. Ţess í stađ sannađist enn ađ athyglissýki minni og skrifrćpu eru engin takmörk sett. Skrifađi 1500 orđa pistil á ensku um upplifanir mínar í ITU og Danmörku - ćtlađ í skóla(vef)blađiđ.

10 stađfest dauđsföll

Á miđvikudag gerđist fátt í geispustríđi okkar Andreasar. Viđ héldum okkur ađ mestu frá eldhúsinu og ađeins varđ vart viđ eina geispu um kvöldmatarleytiđ. Viđ beđmál virtist hún hafa látiđ lífiđ af náttúrulegum orsökum. Í gćr fimmtudag fćrđist hins vegar aukinn ţungi í innrásina og samkvćmt skýrslu heimavarnarfulltrúa létu um 10 geispur lífiđ.

Sumri hallar, hausta fer

Nú er útlit fyrir ađ sumri sé ađ ljúka hér í veldi bauna. Heldur var hann napur ţegar hjólađ var heim í gćrkvöldi og sölnuđ laufblöđ eru farin ađ safnast saman á götuhornum og kantsteinum til ţögulla mótmćla vegna breyttra veđurfarsađstćđna.

Metviđvera á Fredagsbarnum

Ég er ađeins huxi yfir ţví hvort ţađ sé eitthvađ sem ég eigi ađ vera ađ stćra mig af svona opinberlega, en á föstudaginn var sett nýtt met í viđveru á Fredagsbarnum: 8 klukkustundir. Sporđrennt var 5 stórum bjórum, tveimur snöfsum, kókglasi og einni pissasneiđ(!). Samtals kostnađur um 1100 íslenskar krónur.

Enginn póstur, engin afköst

Í gćr, mánudag, var eitthvađ vesen á netţjónunum sem thorarinn.com er hýstur á. Fyrir vikiđ var ég sambandslaus viđ tölvupóstinn minn nćstum allan daginn og ţađ hafđi lygilega mikil (neikvćđ) áhrif á fyrirhugađan dugnađ dagsins.

Fjölmiđlafár

Í framhaldi af fćrslunni minni um skrifrćpu mína hef ég fengiđ mjög jákvćđar undirtektir hjá ritstjóra skóla(vef)blađsins og ţađ sem meira er, íslenskir fjölmiđlar eru farnir ađ slást um veflega pisla frá Köben.

Heimurinn er lítill, líka í Křben

Íslendingar eru mjög fáséđir hér í skólanum, til dćmis vorum viđ bara tveir sem byrjuđum núna í haust. Um daginn átti ég hins vegar leiđ framhjá manni sem var ađ tala íslensku í farsíma og ákvađ ađ taka hann tali viđ tćkifćri. Mér finnst ómögulegt ađ vađa á fólk sem ég heyri tala íslensku, bara af ţví ađ ţađ sé landar mínir í útlandinu (ţetta er nú einu sinni Danmörk) ţannig ađ ég ákvađ ađ sćta seinna fćris ađ spjalla viđ hann.

Heim, heim, heim

Ţá fer ađ bresta á međ helgarskreppi mínum, flýg um hádegiđ á morgun. Mér hefur veriđ bent á ađ taka međ mér hlý föt enda sé skítakuldi heima á klakanum.

Heim og aftur heim

Ég gerđi góđa ferđ til Íslands. Náđi ađ gera flestallt ţađ sem ađ var stefnt - nema kannski ađ borđa fisk. Hápúnktur ferđarinnar var auđvitađ Margt smátt í Borgarleikhúsinu ţar sem Á uppleiđ hlaut einróma lof gagnrýnenda (og ţađ er engin lýgi).

Back to school

Á ţriđjudeginum munađi minnstu ađ ég svćfi hressilega yfir mig. Farsíminn sem átti ađ vekja mig var enn á íslenskum tíma og ţađ var fyrir algera tilviljun ađ ég rumskađi og leit á klukku um ţađ leyti sem ég ćtlađi mér ađ vakna. Varđ svo mikiđ um ađ ég lá flatur í hálftíma og mćtti fyrir vikiđ ađeins of seint í skólann.

Enn einn nágranni fundinn

Á fredagsbarnum síđastliđinn föstudag komst ég ađ ţví ađ Rasmus, sem ég kynntist ađeins fyrsta daginn í skólanum ţegar viđ tveir vorum látnir kynna hvorn annan fyrir hópnum, er nágranni minn. Eftir barinn vorum viđ ţví samferđa heim á leiđ, keyptum okkur kvöldsnarl og snćddum heima hjá honum.

Dagurinn sem hvarf og tíminn sem vannst

Ég álpađist til ađ kaupa mér tölvuleik um daginn. Ţetta er leikur sem oft hefur boriđ á góma í tölvuleikjateoríu og nokkrir af samnemendum mínum eru villt begejstrađir yfir, Heroes of Might and Magic III. Ég ákvađ ađ skella mér á hann ţar sem ég hef heyrt látiđ vel af honum, hann er af leikjatýpu sem ég hef ekki prófađ (umferđabyggđ strategía) (turn based strategy) og síđast en ekki síst er hann hrćbillegur, enda orđinn hundgamall á tölvuleikjamćlikvarđa.