Nú held ég heim!
10. október 2004 | 0 aths.
Í gær var tilkynnt um hvaða einþáttungar verða sýndir í Borgarleikhúsinu 23. október næstkomandi. Alls verða sýndir 11 þættir og verður "Á uppleið" einn þeirra! Eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér er stefnan nú sett á að skjótast heim í helgarfrí og sjá sýninguna í Borgarleikhúsinu!
Listinn yfir þættina sýnir að þeir koma úr ýmsum áttum. Sumt af þessu hef ég séð, en þó bara minnihlutann.
Endanlegar tímasetningar heimkomunnar skýrast í fyrramálið þegar ég reyni að krækja í eitthvað á 5 krónu tilboði Iceland Express. Að öllu óbreyttu kem ég heim á föstudeginum 22. og út á mánudeginum 25.
Þeim sem vilja bóka hitting er bent á netfangið thorarinn (hjá) thorarinn.com.
Sjáumst á klakanum!
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry