Athugasemdakerfi til prófana

Í PHP kúrsinum mínum hef ég undanfarið dundað mér við að forrita athugasemdakerfi ætlað á thorarinn.com. Til að forðast spammflóð og halda stjórn á mannskapnum krefst kerfið þess að nýjir notendur staðfesti að þeir séu mannlegir og hafi gefið upp gilt netfang.

Mér þætti vænt um ef hugrökk tilraunadýr prufukeyrðu græjuna á skólavefsvæðinu mínu. Það á að vera sársaukalaust með öllu og fyllsta öryggis gætt í meðhöndlun persónuupplýsinga. Athugið að enn sem komið er er virknin öll á ensku, íslenskun fer þó fram áður en ég set kerfið upp hér.

Þetta er líklega snúnasta gagnagrunnsvinnsla sem ég hef enn sett saman, en ég held að það hafi tekist að mestu (ef ekki öllu) leyti.

Svo ég vitni í sjálfan mig:


SELECT COUNT(comm_id) AS comment_count
FROM Comments2, Users
WHERE article_id = 3
  AND Comments2.email = Users.email
  AND (verified = 1 OR (UNIX_TIMESTAMP(now()) 
       - UNIX_TIMESTAMP(comm_date) < 86400))
  AND deleted < 1
GROUP BY article_id;

Mér skilst reyndar að Oracle myndi koksa á þessum SQL kóda, en svo lengi sem þetta virkar í MySQL er mér sama.

Uppfært: Þetta virkar kannski í Oracle eftir allt saman (ef einhverjum stendur ekki á sama).

Ekki verður meira birt af forritun hér að sinni, samúðarkveðjur til þeirra sem lásu.


< Fyrri færsla:
Danir... selja ekki parkódín í apótekum
Næsta færsla: >
Bræðraratleikur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry