Tenglasúpa

Mér þykir við hæfi eftir að hafa tuðað yfir tenglanotkun í gær að puðra hér út í raf-loptið nokkrum tenglum af ýmsum toga sem mér hafa þótt eftirtektarverðir með einum eða öðrum hætti undanfarið.

Screen Grab Confab, vol. II
Ef lesendur thorarinn.com vantar einhverntíman grafískan innblástur; 285 sýnishorn og fer vaxandi. (Tekur drjúgan tíma að hlaðast allt inn.) Maður fílar sig vesælan og smáan.
Web Design in 2005
Spökulasjónir um það hvað verður "inni" í vefhönnun (einkum útlitslega séð) á árinu 2005. Nokkur atriði sem ég tek sérstaklega til mín:
  • "Effort: Minimalism is out; detail is in." - Minn eini styrkleiki í grafík, mínímalisminn, er hreinlega afskrifaður. Sjitt. (Þetta passar þó vel við skjáskotin sem minnst er á hér að ofan, miklar detail pælingar).
  • Out: Retro; Swiss/Euro; Minimal; “that standards-compliant look” - Ég hef greinilega misst af einni tískusveiflu, mér finnst Retroið sem tekið er sem dæmi enn vera töff. Aftur sjitt.
  • "Designers realize that Verdana is ugly; most stop using it." - Sjitt.
Five for Six: Bold predictions for the savvy designer
Fleiri pælingar um trenda í vefhönnun.
Web-Smart Palette
Vef-smart liti (#xxyyzz) hef ég notað heilmikið síðustu ár, einhvern tíman var ég að spá í að forrita ógurlegar for loopur til að teikna upp öll litbrigðin sem falla undir þetta mynstur. Þegar ég sé litateninginn með 4096 litum er ég feginn að ég reyndi þetta aldrei. (Miklu einfaldara að linka bara hingað.)
Rokkarinn George W. Bush
Bush rokkar í boði listamannsins "rx". Mæli alveg sérstaklega með Sunday Bloody Sunday. Bloody brilliant. (Linkur via .)
Once With Heads Held High
Einn af vef-vitringunum, Eric Meyer, tekur fyrir helstu rök þeirra sem eru á móti því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. (Mér sýnist að allir amerísku vef-vitringarnir sem á annað borð opinbera stjórnmálaskoðanir sínar séu "liberal". Merkilegt.) Þótt það sé auðvelt að fussa yfir því að þetta hafi verið einn af þeim punktum sem GWB vann forsetakosningarnar á, er líka hægt að spyrja sig hvers vegna samkynhneigðir séu enn ekki komnir með full réttindi heima á klaka? (T.d. varðandi ættleiðingar og kirkjubrúðkaup.)
Stafrænt danskt rokkútvarp
Danmarks Radio sendir út slatta af stafrænum útvarpsstöðvum á svokölluðu DAB formi. Ég komst að því í dag að í setustofunni (þar sem Fredagsbarinn er haldinn) er svona DAB útvarp sem kveikir sjálfkrafa á sér klukkan 3 og byrjar að spila DR Rock, slekkur svo á sér um miðnættið. Öllum þessum rásum er líka streymt ókeypis á netinu. Ég er núna að hlusta á DR Baromet (indie tónlist) - schwalt.
Danskt jólakórskort
Skondið jólakort frá danskri (að því ég best fæ séð) auglýsingastofu. Risastórt Flash, tekur drjúgan tíma að hlaða niður og krefst hátalara. Skemmtilega klikkuð hugmynd.

< Fyrri færsla:
Smellið hér: Þágufallssýki vefsins?
Næsta færsla: >
Jólasnigl og málafærnihnekkir
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry