Tóró trúnó

Um miðja síðustu viku barst mér merkilegur tölvupóstur. Í viðhengi var listi yfir trúnaðarmenn FÍN á fjölmörgum vinnustöðum sem ég (og aðrir viðtakendur) vorum beðin um að lesa yfir, vegna undirbúnings væntanlegrar atkvæðagreiðslu um kjarasamning við ríkið. Ég var alls ekki að átta mig á því hvers vegna ég fékk eintak, en eftir að hafa grúskað í Excel skjalinu sem fylgdi sá ég að ég er skráður sem trúnaðarmaður á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar!

Það sem er kannski merkilegast við það er að ég hef aldrei verið starfsmaður þar, ég vann hins vegar hjá öðru sviði; Umhverfis- og tæknisviði - en var aldrei trúnó þar.

Ég sendi að sjálfsögðu svar um hæl og færðist undan þessum nýja titli. Skömmu síðar barst mér svar þar sem ég var beðinn velvirðingar á mistökunum.

Daginn eftir fékk ég svo PowerPoint kynningu um nýgerðan kjarasamning frá framkvæmdastjóra FÍN.

Á þriðja degi (föstudegi) kom svo auglýsing um málstofu hjá FÍN um starfsmat við Háskóla Íslands sem ég (og hinir trúnaðarmennirnir) vorum beðin um að senda áfram.

Ég ætla að sjá hvort þetta trúnaðarspam heldur áfram í næstu viku og ítreka þá ábendingu mína.

Mér finnst forvitnilegt að reyna að ímynda mér hvernig nafn mitt komst inn á þennan lista. Ég er vissulega í FÍN (eða var meðan ég vann hjá borginni) en samt...

Það er ég viss um að svona klúður átti sér aldrei þegar Halla Sigrún réði lögum og lofum á skrifstofu FÍN!


< Fyrri færsla:
Billeder fra Frederiksberg Have
Næsta færsla: >
Dagurinn sem hvarf
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry