Dagurinn sem hvarf

Verkefni dagsins var að útbúa "rissur" að þremur útlitstillögum fyrir vef sædýrasafns. Ég var smástund að komast í gang í morgun, en fótósjoppuvinnan hófst um ellefuleytið. Hádegismaturinn var tvær samlokur snæddar við tölvuna og svo skyndilega var klukkan orðin 7. Án nokkurrar viðvörunar.

Þá var ekki um annað að ræða en skreppa út í göngutúr og fá sér ferskt loft, millilenda hjá Jónatan vini mínum til að grípa með kvöldmat og halda svo áfram. Síðasta skjalið var svo klárt um tíuleytið.

Það er töluverður munur á degi sem hverfur í dugnaði heldur en degi sem hverfur í leti. Á letidögum er maður yfirleitt meðvitaður um að tíminn sé að renna frá manni, en sú var ekki raunin í dag.

Planið var að hringja nokkur símtöl, skrásetja kannski atburði helgarinnar, þvo tvær vélar eða svo, en...

Í staðinn er ég nokkuð ánægður með afraksturinn. Auðvitað er þetta allt meira og minna stælt og stolið, en það er vonandi eitthvað nýtilegt í þessu.

Planið er að kennarinn velji hverja af rissunum þremur maður þróar áfram og skilar fullunnum í næstu viku. Ég geri samt ráð fyrir að sleppa þeim skilum úr, enda verður nóg að gera á öðrum vígstöðvum.

Annars er afrakstur dagsins hér á pdf formi (1,4 MB). Þetta er ekki fullunnið, en þó langt komið.


< Fyrri færsla:
Tóró trúnó
Næsta færsla: >
Of heimskur fyrir húfuna
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry