Okkar Bjór kominn í Moggann

Þar kom að því. Í pappírsútgáfu Moggans í dag er smá klausa um open source bjórinn okkar (í viðskiptakálfinum). Mér sýnist þar vera farið nokkurn vegin rétt með allar helstu staðreyndir, þótt mér þyki þýðingin á nafni skólans soldið skrýtin...

Mín er reyndar að engu getið, enda veit ég ekki til þess að þjóðerni mitt sé neins staðar nefnt.

Annars veit ég til þess að frá því að ég taldi síðast upp erlenda fréttavefi sem hafa fjallað um okkur er búið að Slashdotta okkur a.m.k. einu sinni, dönsku fjölmiðlarnir sýnist mér allir hafa fjallað eitthvað um okkur...

Og svo var verið að benda mér á þessa klausu á CNN.

Ég er alltaf á leið að uppfæra aðeins enskan texta á bjórvefnum, en ef svo fer fram sem horfir verða allir vefnotendur sem á annað borð hafa áhuga á bjór og open source (eða bara bjór!) búnir að heimsækja vefinn og lesa það litla sem þar er á ensku.

Ætli ég reyni ekki í leiðinni að taka saman lista yfir umfjöllun allra helstu vefmiðlanna.


< Fyrri færsla:
Going pastoral
Næsta færsla: >
Hvíthattahakk (m. spagettí)
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry