Portrett

Ég er ekki mikið fyrir að birta myndir af sjálfum mér hérna á vefnum, en hér verður gerð sjaldséð breyting þar á. Það var ákveðið á hæðarfundi að allir myndu setja upp mynd af sér á korktöflu á ganginum til að auðvelda áttanir og ekki ætla ég að skorast undan því. Ég fann lox mynd frá síðasta vori sem ég var þokkalega sáttur við og fótósjoppaði nokkuð hressilega.

sjaldséð portrett

Afraksturinn varð nokkurn vegin sem hér sýnist.

Ég á svo eftir að sjá hvernig birtustillingarnar koma út á öðrum skjáum en fartölvunni minni - það er soldið erfitt að átta sig á því, enda var það hugmyndin að setja birtustillingarnar alveg út í öfgar á báða kanta til að gera mig artífartí.

Myndin sem fer á töfluna verður reyndar aðeins öðru vísi í laginu og með herbergisnúmeri og nafni (auk hauskúpunnar frægu).

Stíllinn er ekki ósvipaður Afrakstri, enda um að ræða sömu fyrirsætu, ljósmyndara og fótósjoppara...

Lox má taka fram að hvorki hársídd né skeggmagn eiga lengur við. Núna er ég mun skertari á báðum vígstöðvum.


< Fyrri færsla:
Meiri sparðatíningur
Næsta færsla: >
Eðalboltanördar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry