Kaupti bækur

Ég hef glettilega gaman af því að kaupa mér tæknibækur, liggur við að það sé hálfgert fetish hjá mér. Dagsdaglega treysti ég reyndar á vefinn um næstum allan fróðleik, en mér finnst ekkert jafnast á við það að hafa góða uppflettibók við höndina. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í dag þegar ég stóð með tvær þykkar skruddur í bóksölu skólans og huxaði mér gott til glóðarinnar að hefja lestur.

Í þessu sambandi lít ég líka á t.d. hönnunarbækur sem tæknibækur, hvort sem það eru kennslubækur í hönnun eða bækur hugsaðar sem innblástur.

Ég held þá að ég sé búinn að kaupa þær bækur sem þarf vegna nýhafinnar annar, kaup dagsins voru:

Sú fyrrnefnda er kennslubókin sem notuð er í Usability kúrsinum og þá síðari ætla ég að nota til að verða ógisslega góður að forrita í Flash. Þar er reyndar engin sérstök kennslubók, en þetta er sú bók sem kennarinn mælir með fyrir þá sem vilja leggja áherslu á forritunarhlutann. Ég held einmitt að ég vilji það.

Í dag leysti ég líka út hjólið mitt með nýjum lás - og á lægra verði en ég hafði reiknað með. Sömuleiðis keypti ég miða á árshátíð skólans sem verður eftir tvær vikur, og hver veit nema ég skelli mér á enn eina fjárfestinguna um helgina...

Eftir haustveður undanfarna daga er aftur komin sól með köflum - þótt aðeins hafi kólnað. Framundan er skottúr í nytjamarkað Hjálpræðishersins í leit að pottahlífum undir nýju blómin mín og eftir það liggur leiðin á Funky Fredagsbar.

Góða helgi.


< Fyrri færsla:
Splunkunýr vefur í loftið
Næsta færsla: >
Raddlaus í blómaangan
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 17. september 2005:

Talandi um bækur, hvað er títt af Lyru og Pantalaimon? Ertu orðin "húkkd"?

2.

Þórarinn sjálfur reit 17. september 2005:

Ég gleymdi alveg að gefa skýrslu þar um, en fyrstu bókina spændi ég í mig á tæpum sólarhring - hægði síðan aðeins á lestrinum og kláraði því þríleikinn á innan við viku.

Mér fannst fyrsta bókin best, önnur náði sér ekki alveg jafn vel á flug og mér þótti höfundurinn ekki ráða alveg við úrslitabardagann og hans Tolkíensku stærðargráðu. Það fer honum mun betur að halda sig við aðalpersónurnar tvær.

En heilt yfir, ágætis bækur og prýðis afþreying.

(fyrir þá sem ekki skilja vísast í þessa dagbókarfærslu)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry