Þróunarsaga Acta vefsins

Eins og ég nefndi í færslu í gær þá finnst mér fróðlegt að skoða hvernig útlitið á acta.is vefnum þróaðist stig frá stigi. Nú er ég búinn að safna saman skjáskotum af helstu þróunarstigum með stuttum athugasemdum um hvert þeirra.

Eftirfarandi myndir eru svolítið "þungar", þannig að það gæti tekið dálitla stund að hlaða inn allri færslunni.

Allra fyrstu tillögur

Ég byrjaði á því að senda fjórar mjög grófunnar tillögur með mismunandi áherslum, þar sem þessar tvær urðu grunnurinn að frekari vinnslu:

Acta, útlitstillaga

Grár tónn undir meginmálinu, fade-out línurnar sem fengu að halda sér áfram hafa litið dagsins ljós.

Acta, útlitstillaga

Meginmálið á hvítum grunni, grár bakgrunnur sem birtist hægra megin ef skjárinn er breiðari en 800 pixlar.

Myndin af stráknum með hamarinn er fengin af sxc.hu, aðallega sett inn hérna til að hafa einhverja mynd.

Unnið áfram

Acta, útlitstillaga

Lógóið stækkað og heimilisfangið flutt yfir til hægri. Leturgerðin sans-serif og leiðarkerfið gert feitletrað.

Þegar hér var komið sögu var verkefnið lagt á hilluna um stund og þegar ég kom að því aftur í sumar breytti ég ýmsu.

Endanlega útgáfan

Eftir að hafa klárað kúrsinn í grafískri hönnun var ýmislegt sem ég var ekki nógu sáttur við og framkvæmdi því töluverðan uppskurð.

Acta, útlitstillaga

Hluti af því sem ég breytti var að laga flúttið á lógóinu og leiðarkerfinu, skv. beiðni frá kúnnanum voru nöfn lögmannanna sett uppi hægra megin og heimilisfangið flutt niður.

Vefurinn er miðjaður, en með smá sjónrænum fiffum á hægri vængnum virkar hann svolítið asymmetrískur og fyrir vikið verður staðsetningin aðeins áhugaverðari ef skjáupplausnin er há.

Leiðarkerfisdálkurinn breikkar til að passa við lógóið, en myndin er hins vegar höfð aðeins mjórri - gefur flottari flúttlínur. Letrið í leiðarkerfinu tekið úr feitletrun.

Ég vildi gjarnan geta tekið kredit fyrir skreytimyndina - en staðreyndin er sú að það var tengiliður minn hjá Acta sem stakk upp á henni. Flott mynd og í litatónum sem smellpassa.

Á heildina er ég nokkuð sáttur við afraksturinn og held að útlitið hafi tekið skýrum framförum í hverri útgáfu.


< Fyrri færsla:
Raddlaus í blómaangan
Næsta færsla: >
Fullur, troðfullur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry