Flassarinn

Eins og ég hef eflaust nefnt einhverntíman, þá er ég að taka grunnkúrs í Flash á þessari önn. Í dag var 4. tíminn og fyrsti tíminn með smá ActionScript. Í dag bjó ég líka til fyrsta "verkið" sem ég er nógu ánægður með til að birta opinberlega - og það sem meira er; mér finnst þetta glettilega flott hjá mér!

Viðbót: Til að spara lesendum að skrolla niður í athugasemdirnar, ef þið hafið ekki þegar prófað það - hreyfið músina yfir boltana...

Til dæmis má benda á að endurteknar hringhreyfingar eru einstaklega fullnægjandi. Altsvo í þessu samhengi...

Ég vek athygli á því að hér er ekkert "Loading X%" kjaftæði, flash-skráin er innan við 1,4 KB. (Enda er þetta sama grafíkin endurtekin 95 sinnum.)

Ég er líka stoltur af því að ég leysti það sjálfur hvernig þetta er gert, að vísu var það verkefni sem lagt var fyrir, en ég fann út úr því áður en kennarinn sýndi sína nálgun.

Fyrir áhugasama

Það er glettilega lítil forritun í þessu, tveir

on (mouseover)
eventar með eftirfarandi kóða:

play();

og

gotoAndPlay(1);

Þ.e. annars vegar er hægt að "snerta" bolta þannig að hann skoppar upp og dúar síðan upp og niður eftir að hann lendir. Eftir að bolti er kominn í lægstu stöðu verður hann aftur virkur og þá er hægt að skjóta honum upp (byrja animationina frá ramma 1) án þess að þurfa að bíða eftir að dúinu ljúki.

Ég vildi gjarnan geta sagt að þrívíddaráhrifin fengjust með forritun og stærðfræðitilþrifum, en verð að viðurkenna að áhrifunum er einfaldlega náð með nokkrum copy/paste, hver röð er síðan sköluð til og hnikað á réttan stað eftir auganu.

En það má hafa gaman af þessu...

Bíðiði bara þar til ég verð kominn með tök á OOP forrituninni - það verður geðgt!


< Fyrri færsla:
Af draumförum, loftförum og bólförum öðrum
Næsta færsla: >
Veðurfregnir
 


Athugasemdir (6)

1.

Siggi (hennar Huldar) reit 22. september 2005:

Vááááááá þetta er dásamlegt... mig langar að gera svona þegar/ef ég verð stór.

2.

Siggi (hennar Huldar) reit 22. september 2005:

... það er sérstaklega gaman að dunda sér við hringhreyfingar með taktfasta tónlist undir...

3.

Siggi (hennar Huldar) reit 22. september 2005:

...dáleiðandi fegurð í einfaldleika sínum.

4.

Sævar reit 23. september 2005:

Vááááátsh! Ég las textann fyrst og hugsaði: „Ok! Hann er geðveikur og ég skil ekki rassgat!“ Svo fór ég með músina yfir boltana fyrir hreina tilviljun. Og þá hugsaði ég: „Váááátsh! Ok, hann er geðveikur – en djöfull er hægt að gera flotta hluti með geðveikinni einni saman.

5.

Björg reit 23. september 2005:

Tek undir með síðasta athugasemdarmanni :) ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað algjörlega út í kú... en fór svo yfir með músina og þetta er bara geggjað flott :)

6.

margrét reit 23. september 2005:

ég sé fram á að ná ekki prófunum um jólin því allur minn tími mun fara í að leika mér að þessu;)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry