Athugasemdir óskast

Nú er ég búinn að sitja við drjúgum stundum að vinna fyrsta skilaverkefnið í Flash kúrsinum (sem á að skila á morgun, miðvikudag). Fyrsta útgáfa í fullri lengd er tilbúin, en ég er löngu orðinn samdauna þannig að mig langar að nota þennan vettvang fyrir smá prufukeyrslu og fá athugasemdir lesenda.

Þetta er hugsað sem "trailer" fyrir leik sem ég hef huxað mér að búa til síðar á önninni. Það er ekkert hljóð, enda erum við ekki farin að læra um það ennþá!

Spurningarnar sem helst brenna á mér hafa með að gera tímasetningar:

  • Er hægt að lesa alla texta í fyrstu umferð?
  • Er einhver kafli sem gengur óþægilega hratt (eða hægt)?

Ekki væri amalegt að fá til dæmis komment frá kóreógröfum og dramatúrgum úr leiklistarstétt...

Auðvitað má líka kommenta á liti og leturgerðir - en ég áskil mér allan rétt til að taka lítið sem ekkert mark á slíku.

(Myndin er ívið stærri en hentar til birtingar á þessum vettvangi, en ég nenni ekki að vera að skala hana niður.)

Uppfært: Breytingarnar sem nefndar eru í svarinu mínu hér fyrir neðan hafa nú verið settar inn...

Með fyrirfram þökkum.


< Fyrri færsla:
The great kluck conspiracy
Næsta færsla: >
Vantrú á landanum
 


Athugasemdir (8)

1.

Hrefna reit 27. september 2005:

Hæ Tóro
Love your balls - svo kúl.
Ég myndi absolutely frekar skrifa:
This is a game WITH balls - frekar en OF balls ...
Besta kveðja,
Hrefna.

2.

Tinna reit 27. september 2005:

Hæ, Þórarinn.
Ljómandi góður trailer hjá þér. Hvað varðar tímasetningarnar, þá finnst mér að upphafið ætti að vera hægara (fyrstu setningarnar: Warning ... etc.) eða þar til leikurinn er kynntur (This is a game of ... BALLS)en þá má meira fjör færast í leikinn þ.e fara ögn hraðar í skiptingarnar. Held að þá fáir þú smá spennu í trailerinn(kontrast). En hei ... þú ert snillingurinn ;)

3.

Þórarinn sjálfur reit 27. september 2005:

Í framhaldi af ábendingum Hrefnu og Sigmars bróður, er ég búinn að uppfæra myndina aðeins - hins vegar standa yfir breytingar á netkerfinu hérna á kollegíinu þannig að ég get ekki birt þær í augnablikinu...

Sem betur fer hafði ég unnið þetta nokkuð skynsamlega, þannig að það að t.d. breyta "of" yfir í "with" tók innan við hálfa mínútu, snúningurinn heldur sér og alles.

4.

Þórarinn sjálfur reit 27. september 2005:

Ég er sammála því Tinna, að það væri flottara að hafa skýra tempóbreytingu þar (helst hefði ég viljað gera það með tónlist).

Upphaflega byrjaði þetta á tveimur senum sem voru MJÖG hægar, það að henda þeim þétti allt saman og bætti. Til að ná upp skýrum tempómun þyrfti ég helst að hægja á upphafinu og þá er hætt við að allt verði svolítið langdregið (ég veit ekki hvort textarnir í seinni hlutanum megi við því að auka hraðann mikið).

Ég læt því duga að skipta um letur og liti þegar leikurinn kemur inn. (A.m.k. í bili...)

5.

Vilborg með hjálp reit 27. september 2005:

VE kunni vel að meta þetta, hló og skríkti. Blaðraði síðan einhver ósköp sem vel var hægt (með góðum vilja) að skilja sem svo að henni fyndist þetta sú svalasta Flasskynning sem hún hefði nokkurn tíman augum litið. Hún setti held ég ekkert út á tempóið en hrósaði ekki letrinu neitt. Ég hélt svo að hún væri að fara að setja út á litanotkunina en þá fattaði ég að hún var byrjuð að syngja umbarassa sem hún er að byrja að læra....

6.

Þórarinn Leifsson reit 27. september 2005:

Etter sniðugt.

7.

Þórarinn sjálfur reit 28. september 2005:

Kærar þakkir fyrir athugasemdir og ábendingar. Það er sérlega ánægjulegt að sjá að þetta höfðar líka til yngstu kynslóðarinnar (þrátt fyrir að vera á ensku)...

Verkefninu hefur nú verið skilað.

8.

Gísli reit 29. september 2005:

Þetta er snilld. Ætla nú að lauma að athugasemd þó það sé of seint fyrir skil, þú átt kannski eftir að nota þetta áfram á síðari stigum.
Var sko að spá í að þetta endar svo... eigum við að segja snögglega... væri ekki ágætt að segja "and deadly" í staðinn fyrir bara deadly?

Og af því þú spyrð um hraða, þá mætti kannski láta kúlurnar skoppa hraðar í textann í kaflanum þar sem kúlurnar henda textanum "This is a game with BALLS" út úr myndinni.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry