nóvember 2005 - fćrslur


Bomba skekur ITU: Barinn bannađur

Ef ţađ er eitthvađ sem hristir upp í dönskum samnemendum ţá eru ţađ gerrćđislegar ákvarđanir skólayfirvalda - sérstaklega ef ţćr ganga út á ţađ ađ banna ađgang nemenda ađ lífsvökvanum sálfum!

Bjór og bolti

Ţađ er í persónulegri tísku ađ hafa fyrirsagnir stuđlađar og innihaldandi bjór. Hér segir frá lygilegu meti í sölu á jólabjór og ţynnkubolta sem stóđ ađ marki undir nafni.

Stílbrigđi

Gutlađ viđ nýjan myndskreytistíl fyrir boltaleikinn víđfrćga. Ađlögun ađ stílnum gengur hćgt en örugglega, ţótt honum fylgi vangaveltur.

Bugađur af brigđum vona

Hér sit ég hjúpađur í teppi og er ađ reyna ađ jafna mig eftir vonbrigđi dagsins; ţađ var enginn Lost ţáttur í sćnska sjónvarpinu í kvöld! Ég er miđur mín og sé ekki fram á ađ geta gert neitt af viti í kvöld (enda er klukkan ađ skríđa í ellefu).

Kúnstin ađ selja sjálfan sig

Segir hér af falbođi eigin hćfileika, hvítum lygaýkjum, nammisníkjum og forvitnilegum hugsanlega mögulegum framtíđarvinnustađ (ađ mörgum spurningum svöruđum og uppfylltum). Einnig er kynnt til sögunnar glćnýtt nýyrđi fyrir slitiđ tugguhugtak yfir innihaldslausar klisjur.

Apparat međ myntubragđi

Frásögn af myntulaufaáti og góđu geimi á Österbro, rigningu um alla borg og rokki í steríó á Vesterbro. Međ hljóđdćmi und alles.

Balls 0.6

Hér međ er gerđ opinber nýjasta prufuútgáfa af boltaleiknum ógurlega, útgáfa 0.6. Viđ hafa bćst grafík, stigaútreikningar og sprengingar! Lesendur eru hvattir til ađ spreyta sig og senda mér athugasemdir.

Athugasemdum um bolta svarađ

Útgáfan Balls 0.6 hefur fengiđ heilmikil viđbrögđ (sem er alveg frábćrt fyrir lokasprettinn sem nú fer í hönd). Frekar en ađ prjóna viđ svarhalann viđ fćrsluna frá í gćr, ákvađ ég ađ skrifa frekar sér fćrslu og svara ţeim athugasemdum sem ég hef fengiđ og útskýra ađeins hvers vegna hlutirnir eru (ennţá) eins og ţeir eru.

Ţorskur í Svíţjóđ

Karl fađir minn er staddur hér í kóngsins K. til ađ taka ţátt í lćkningamannaráđstefnu sem byrjar á morgun. Viđ hittumst seinnipartinn í gćr, spásseruđum um gömlu borgina og éttum góđan mat. Í dag fórum viđ svo í ferđalag til útlands og ţar borđađi ég ţorsk.

Ţáttaskil

Í dag fór ég í síđasta fyrirlesturinn í Usability-kúrsinum. Ţađ var um leiđ síđasti formlegi fyrirlesturinn minn hér í ITU. Eftir hann hittumst viđ í verkefnahópnum og héldum okkar síđasta formlega fund, sem sömuleiđis var síđasti verkefnafundurinn minn hér í skólanum. Svolítiđ skrýtin tilhuxun.

Balls 0.7

Enn lítur ný útgáfa dagsins ljós, boltarnir sjálfir hafa breytt um svip, stigakerfiđ hefur veriđ endurhannađ frá grunni og teiknimyndafonturinn ćtti núna ađ skila sér í öllum skilabođum. Sprengiborđin hafa líka gerbreytt um karakter.

Krćnkelse af manneskjuréttindum mínum

Hér sit ég í tölvuleikjaveri ITU og hef aldrei veriđ jafn snemma í skólanum áđur, enda gerrćđislega flćmdur af heimili mínu. Hingađ var ég kominn fyrir klukkan átta eftir stuttan svefn og sé ekki fram á ađ eiga afturkvćmt í kot mitt fyrr en síđdegis í dag.

Balls 0.8

Ţá er ţetta allt ađ smella. Nú er hćgt ađ velja hvers konar leik mađur kýs (ţrautir eđa snerpu), komnar leiđbeiningar og snotrari grafík. Ég stefni ađ ţví ađ brenna endanlegu útgáfuna á geisladisk á fimmtudag, ţannig ađ snarleg krítík er vel ţegin.

Hćttur!

Ţá er ég hćttur ţessu helv. Komiđ nóg af forritun, hönnun, viđmótspćlingum og villuleit!

Mugison í Vega

Góđ ferđ var gjörđ upp á Vesterbro í gćr, afmćli hjá Ađalsteini og svo tónleikar međ Mugison á Vega, efterfřlgt af spjalli viđ íslíngakređsuna (og stöku "útlending").

Voveiflegt fráfall

Sá voveiflegi atburđur varđ á heimili Jóns Heiđars, vinar míns og fyrrum sambýlismanns, síđastliđinn miđvikudag ađ eintak hans af tölvuleiknum "Command and Conquer Generals" sprengdi sjálft sig í loft upp og geisladrifiđ međ. Fyrstu fréttir voru óljósar varđandi slys á fólki, en nú virđist ljóst ađ enginn hefur slasast alvarlega (ađ frátalinni barbídúkkunni sem gegnir starfi ritstjóra JónGroup).

Pabbapunktar

Er hér stiklađ á stóru um ţađ sem ófćrt var til bókar af hingađsókn föđur míns í áđurliđinni viku.

Ađventubland í netapoka

Hér segir af byttum í strćtó í jólastemmaranum (eins og Margrét systir myndi orđa ţađ), rólegu starti enn eins lokaspretts, áhugaverđu myndbandi, grćjusýningu og einhverju smálegu öđru.

Í léttu losti

Fyrsti alvörudagurinn í fyrirhugađri dugnađarskorpu fór ekki alveg eins og til var ćtlast. Ţađ ađ fyrirćtlanir skyldu bregđast kom mér svo sem ekkert óvart, en ţađ hversu glćsilega ţćr fóru í vaskinn var eitthvađ sem ég hafđi ekki gert ráđ fyrir.

Ćttir raktar til hasssala

Verkefniđ mjaaakast í rétta átt, en í hádeginu tók ég mér hlé og heimsótti Tóta í vinnuna hans í Christianshavn. Ţađan röltum viđ yfir í Christianiu til ađ fá okkur í gogginn (mat, svo ţađ sé alveg á hreinu). Núna er einbeiting mín ađ verkefninu slík ađ ég er ađ ţvćlast um netiđ, ekki til ađ afla gagna um útsendingar í farsíma heldur er ég ađ lesa mér til í Íslendingabók.

Seint í rassinn gripiđ

Ég var ađ kveikja á ţví ađ tónleikarnir međ Starsailor sem ég hafđi alvarlega velt ţví fyrir mér ađ spá í ađ fara kannski á eru á morgun! Reyndar eru enn til miđar, en ég er búinn ađ lofa mér í jólaglögg hérna á hćđinni (auk ţess ađ hafa ekki samiđ viđ neinn um ađ koma međ mér).