desember 2005 - færslur


Jólaglögg, piparkökur og póker

Eftir að hafa lengi stefnt að því að stefna íslíngum í ITU saman kom lox að því að við héldum smá hitting í gær. Heimtur voru kannski ekki með hæsta móti, en það er ekki við öðru að búast á þessum árstíma þegar jólahlaðborð og önnur félagsleg áreiti ráða ríkjum.

Lokahöndin

Sálarrannsóknir svefnpurrku

Eftir helgi gerilsneydda öllum dugnaði er ég lox að mjakast af stað í ritgerðarskrifum. Það er þó einungis seinnipart dags sem ég kem einhverju í verk, morgnarnir fara bara í maraþonsnús og haugsskap.

Jólahurðin 2005

Hvað gerir maður þegar maður er á eftir í verkefnavinnunni og tímapressan eykst? Maður röltir í næstu verslanamiðstöð, kaupir extra stóra rúllu af jólapappír og pakkar inn hurðinni að herberginu sínu. Að sjálfsögðu.

Húnninn að utan

Statusrapport

Lífið mjakast sinn vanagang, verkefnið er að komast ágætlega á skrið og stefnt að því að vera kominn með borð fyrir báru á næstu dögum. Borð fyrir aðra verða að bíða um sinn.

Samtals brot

Ef ég segði þér að það líði ekki klukkustund án þess að ég hugsi um þig... að ég hugsi um þig þegar ég ligg í rúminu á kvöldin, að mig dreymi þig á næturnar og að þú sért það fyrsta sem ég hugsa um á morgnana...

Sitt lítið af hverju, minna af öðru

Fínpússun, fokk, heimaafþreying, laufabrauðsskurður, myrðingar, þráðaþroski, berskjöldun, íslenskur hugbúnaðariðnaður, rjómakaramelluvonbrigði og heimspekilegar vangaveltur um eðli sannleikans eru meðal þess sem er á boðstólum í pistli kvöldsins.

Et tu Jagger?

Síðasta sumar ákváðu U2 að halda tónleika í Parken á versta mögulega tíma fyrir mig - akkúrat í miðju sumar"fríinu" mínu. Næsta sumar verð ég örugglega hérna í Köben mestallt sumarið og hafði séð fram á að kíkja á Stones í Parken. Nú eru þeir hins vegar búnir að tilkynna að þeir spili í Horsens, "lengst" uppi á Jótlandi og þar með er ólíklegt að ég nenni að bíða í röð á sunnudagsmorgun.

Stífla og grettur (og pølse og sylte fra et fad)

Allra síðustu daga hefur snertur af ritstíflu verið að há mér, þannig að ég er ekki kominn alveg jafn langt með verkefnið og ég hafði vonað. Nú þegar ég stend mig að því að tala við sjálfan mig og æfa grettur í baðspeglinum er líklega kominn tími til að breyta aðeins um umhverfi.

Tíuþúsund

Hlé gærdagsins virðist hafa gert mér gott, a.m.k. hefur gengið ágætlega að skrifa í dag og ég sendi nýjustu útgáfuna á kennarann minn um kvöldmatarleytið.

Habítus, tattú og iTunes

Habítusar og tattúveringar eru meðal viðfangsefna uppáhaldslitlusystur minnar í mannfræðináminu. Það að hvorttveggja skuli getið í þessari dagbókarfærslu er hins vegar tilviljun...

Hættur og kveblegur

Þá hef ég vistað skjal sem heitir 16w_final.doc á tölvuna mína, uppfært forsíðu síðasta verkefnis og sent sjálfum mér draslið í tölvupósti (þannig að þótt tölvan mín gæfi óvænt upp öndina á ég þó öryggisafrit á póstþjóninum mínum í USA).

Juleferie

Að öllum líkindum síðasta dagbókarfærslan fyrir jól. Sagt af verkefnaskilum, jólagjöfum og sambandsslitum.