Lox orðin frjáls kona

Þá er ég orðinn en fri kvinde, öllum prófum annarinnar lokið og formleg vinna að lokaverkefni hefst ekki fyrr en... á miðvikudaginn.

Prófið gekk bara vel, prófdómarinn tafðist reyndar örlítið vegna umferðar þannig að við Peter slúðruðum aðeins áður en hún kom og hann ljóstraði því upp "off-record" að hann væri ánægður með verkefnið.

Ég hélt svo mína framsögu og fékk sitthvora spurninguna að því loknu. Báðar tengdust þær efninu og mínum efnistökum (sem er ekki alltaf raunin með spurningar í munnlegum prófum) og þótt ég hafi eftir á kveikt á fleiri hlutum sem ég hefði átt að segja held ég að ég hafi svarað þeim svona þokkalega.

Fyrir prófið hafði ég vonast til að fá 10 og átti frekar von á að fara niður á við heldur en upp á við. Niðurstaðan varð hins vegar 11(!) og mér helst talið það til tekna að hafa tekist að kafa ofan í mjög umfangsmikið viðfangsefni án þess að ganga af göflunum.

Peter kallinn er svo engum líkur, hann ætlar að senda mér yfirlesna útgáfu seinna í dag ásamt með netföngum sem hann mælir með að ég sendi verkefnið á - svona sem self-promotion. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig "spaðarnir í bransanum" bregðast við því.

Til að skýra aðeins þessa óvæntu kvenkenningu mína, þá lýsti Emilie því yfir eftir síðasta prófið sitt að nú væri hún orðin "fri kvinde" og gæti farið að snúa sér að lokaverkefninu. Ég svaraði því um hæl að ég yrði ekki frjáls kona fyrr en í fyrsta lagi á föstudag (þ.e. í dag).

Eftir prófið sendi ég henni SMS og tilkynnti að nú væri ég orðin eins frjáls kona og ég kem til með að verða.

Við ætlum að hittast um hádegið og byrja að rissa upp útlitstillögur fyrir nígeríska verkkaupann okkar, þaðan liggur svo eflaust leiðin á föstudagsbarinn.

Nýtt met

Ég get ekki stillt mig um að stæra mig aðeins, þar sem 16 vikna verkefnið vegur tvöfalt á við venjulega kúrsa er meðaleinkunn annarinnar hér með komin í 10,5. Sé notuð línulega vörpunin mín að draga einn frá jafngildir þetta ca. 9,5 á íslenska kvarðanum.

Ég held mér sé óhætt að fullyrða að ég hafi aldrei á mínum skólaferli verið með 9,5 í meðaleinkunn annar. Annað hvort er ég því að verða gáfaðri með árunum eða einkunnirnar hér ívið hærri en í þeim skólum sem ég hef hingað til sótt.

Ætli það sé ekki sitt lítið af hvoru.


< Fyrri færsla:
Statusskýrsla úr stórborginni
Næsta færsla: >
Svosum fátt að frétta...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry