Teljari í steik

Eitthvað er umferðartalningin mín á forsíðunni að stríða mér. Unnið verður að viðgerð við fyrsta tækifæri.

Þegar ég setti upp vasavefinn komst ég að því að síðasta "uppfærsla" mín á róbótaveiðum var dálítið vanstillt, því hún henti út öllum heimsóknum Internet Explorer sem eru auðvitað nokkuð hátt hlutfall af heildargestum (þótt auðvitað eigi allir að vera bara með Firefox).

Nú upp á síðkastið hef ég tekið eftir því að nákvæmlega sömu tölur eru að birtast fyrir 3-5 daga í trekk, sem bendir til þess að skiptingin á miðnætti sé ekki að ganga alveg eins lipurlega fyrir sig og hún ætti að gera.

Líklega er ástæðan sú að ég er að reikna út Greenwitch mean-time út frá serveraklukkunni úti í Bandaríkjunum og þar er líklega kominn sumartími núna (mér sýnist miðað við 2. sunnudag í mars).

Ég er hins vegar búinn að finna út hvernig ég á að geta stillt serverinn til að haga sér eins og hann sé á íslenskum tíma, ætli ég kíki ekki á það um helgina (og hendi út öllum kóðabútunum þar sem ég er að draga "handvirkt" 8 klukkustundir frá klukkunni).

Fyrir nördana: Nú virkar teljarinn þannig að við fyrstu heimsókn eftir miðnætti eru lagðar saman heimsóknir "gærdagsins" og samtalan skráð í sérstaka töflu. Mig grunar að vegna sumartímans séu núna allar heimsóknir milli 23 og 24 (eða 24 og 01) (ég hef aldrei verið góður í að reikna tímamismun) að haga sér eins og þær séu fyrstu heimsóknir nýs dags. Lausnin felst (vonandi) í því að fikta aðeins í htaccess skránni og vona að það dugi á gagnagrunninn líka.

Uppfært: Tók letileiðina á þetta og breytti bara tékkinu yfir í að uppfæra töfluna ef liðnir eru 26 tímar frá síðustu uppfærslu. Lét allar stillingar á servernum óbreyttar, en henti út tvítekningum úr gagnagrunninum.


< Fyrri færsla:
300 stæltir skrokkar
Næsta færsla: >
Fyrir ári síðan
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry