Eplin batna bara

Frumsýningin á Eplum og eikum var virkilega fín (eins og áður hefur komið fram) en sýningin á föstudag var enn betri.

Það hefur ýmislegt smálegt bæst við (sem bendir til þess að leikhópurinn hafi gaman af því sem hann sé að gera) og það gerir margar góðar senur enn betri og þar með sýninguna alla.

Ég dáist svo alltaf að söngatriðunum, það heyrðist ekki feilnóta og textinn skilar sér glettilega vel. Salurinn var líka prýðisgóður og mér heyrist á "mínum gestum" að þeir hafi skemmt sér vel.

Nú eru ekki nema tvær sýningar eftir og því allra síðustu forvöð að sjá þessa prýðilegu skemmtun.

(Það kæmi mér reyndar ekki á óvart þótt hún fari á svið í Þjóðleikhúsinu síðar á árinu, en það er á ekkert að treysta í þeim efnum.)

Svo þarf ég að fara að taka út Bingóið sem Hugleikur og Leikfélag Kópavogs sýna í sameiningu. Það eru ekki öll áhugaleikfélög sem eru að sýna tvær ólíkar sýningar sama kvöld (og með skemmtidagskrá í undirbúningi).

Mun eflaust reyna eitthvað að plögga því við tækifæri.


< Fyrri færsla:
Ekki dauður enn
Næsta færsla: >
Bestu mögulegu gæði?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry