Skildir að skiptum

Aukasýningin á 39½ síðastliðinn föstudag heppnaðist alveg prýðilega. Húsið var smekkfullt og þrátt fyrir að rúm vika væri frá síðustu sýningu var lítið sem ekkert um textaklúður (einstaka tafs og hik, en ekkert að ráði).

Í dag hittumst við svo nokkur niðri í Möguleikhúsi og tæmdum húsið af Hugleixkum munum og komum þeim á Eyjarslóðina. Enn er reyndar eftir að taka niður ljósin og í leiðinni verður vonandi gamla DVD spilaranum mínum kippt með á Eyjarslóðina. Hann hefur verið þjóðnýttur í undanförnum sýningum en ég steingleymdi að taka hann með í tiltektinni í dag.

Þannig að nú er búið að pakka leikritinu niður og það verður varla dregið upp nema það verði valið á svið í Þjóðleikhúsinu.

Vertu sæll Guðmundur.


< Fyrri færsla:
Aðeins ein aukasýning
Næsta færsla: >
Kominn á Twitter
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry