08. febrúar 2015 | 0 aths.
Ég er að reyna að venja mig á að vera duglegri að nota Meniga appið, en það er eitt viðmótsatriði sem hefur truflað mig aðeins og ég ætla að sjá hvort mér text ekki að nota þennan vettvang til að koma tillögu að betrumbótum á framfæri.
08. febrúar 2015 | 0 aths.
Einn tveir, einn tveir.
18. desember 2013 | 3 aths.
Nú er komin upp eina ferðina enn umræðan um íslensku klukkuna og okkar ranga tímabelti. Einhver þúsund hafa skrifað undir áskorun um að seinka klukkunni um klukkutíma (þ.e. færa okkur á það tímabelti sem Ísland raunverulega liggur næst og færast þannig nær Ameríku í tíma).
Rökstuðningurinn fyrir þessu er að auðveldara verði að vakna í birtunni á morgnana og líkamsklukkan verði í betra samræmi við sólarklukkuna. Gott ef núverandi staða er ekki meira að segja mannréttindabrot.
06. apríl 2013 | 0 aths.
Ég varð fertugur um daginn og fékk í afmælisgjöf þriðja farsímann sem ég hef eignast um dagana.
08. október 2017 | 0 aths.
Nú liggur það fyrir að ég ætla ekki aftur í gömlu vinnuna þegar fæðingarorlofinu lýkur. Þess í stað ætla ég að hella mér full-time í að taka að mér þrif á bílum (sæki og skila) og stigagöngum.
24. desember 2012 | 0 aths.
20. júní 2012 | 0 aths.
Við skruppum í bústað um helgina þar sem talið barst meðal annars að forsetakosningunum (líkt og í mörgum öðrum bústöðum þessa dagana). Þar datt upp úr mér setning sem ég held að lýsi í raun hvers vegna mér finnst kominn tími á nýjan forseta:
Ég vil ekki forsetaframbjóðanda sem „hefur betur“ en Ólafur Ragnar Grímsson í kappræðum.
14. apríl 2012 | 0 aths.
Í tilefni af tveggja mánaða afmæli frumburðarins er hér frumsýnt stutt myndband þar sem hann sýnir hæfileika í slagverkinu.
01. apríl 2012 | 0 aths.
Ritstjóri má ekki vera að því að skrifa aprílgabb í ár. Patrekur gengur fyrir öðru sprelli. Hann tekur hins vegar stórstígum framförum í stífum æfingabúðum og stefnir í að verða orðinn alskríðandi á 7 vikna afmælinu.
23. desember 2011 | 1 aths.
19. desember 2011 | 0 aths.
Íslenska morgunkornið sem ég hef aldrei smakkað sýnist mér vera komið í nýjar umbúðir. Það er fagnaðarefni að hönnuðirnir virðast hafa tekið mark á ábendingum mínum frá í sumar (eða svo kýs ég a.m.k. að líta á málin).
01. júlí 2011 | 0 aths.
Nei, þessi færsla snýst ekki um Google+, heldur þá göfugu íþrótt að gúggla eigið nafn.
01. júlí 2011 | 2 aths.
Hönnunarlegar vangaveltur um íslenskt morgunkorn. Hversu kynþokkafull getur ein dagbókarfærsla mögulega orðið?
29. maí 2011 | 2 aths.
Eftir ágætt spjall við Borgar um daginn er ég eiginlega búinn að taka ákvörðun um þónokkra stefnubreytingu varðandi framtíðarþróun thorarinn.com.
21. maí 2011 | 2 aths.
Forsíðan á nýlegu tölublaði af Myndum mánaðarins vakti athygli mína, nánar tiltekið forsíðuauglýsingin um myndina "Firth The Rush".
01. apríl 2011 | 1 aths.
Hér í Noregi magnast spennan eftir því að geta lagt af stað í leiðangurinn á pólinn (þótt blessunarlega sé ég ekki á leiðinni alveg svo langt). Ég hef ekki hitt prinsinn almennilega ennþá, en skilst að hann sé bara nokkuð skemmtilegur.
20. mars 2011 | 2 aths.
Ég held áfram eilífðarverkefninu að endurhanna þennan vef og mögulega koma þeirri hönnun í loptið áður en internetið dettur endanlega úr tísku.
25. desember 2010 | 0 aths.
Jólakveðjur sem eru sendar á jólunum eru klárlega jólalegri heldur en jólakveðjur sem sendar eru fyrir jól.
06. nóvember 2010 | 3 aths.
Ég hef undanfarið verið að spá í kosningar og sérstaklega hina tæknilegu hlið þeirra, þ.e. sjálfa atkvæðagreiðsluna og úrvinnslu hennar. Kveikjan að þessum vangaveltum er að sjálfsögðu yfirvofandi kosningar til stjórnlagaþings.
07. september 2010 | 3 aths.
Ég dunda mér við að teikna þorn.