Keisarinn tekur og keisarinn gefur

Fékk ávísun upp á 45.768 frá skattinum. Nokkrum dögum síðar kom skuldbreytingarseðill frá skattinum og nú skulda ég 98.438. Að sjálfsögðu fylgdu engar upplýsingar um það hvenær ég ætti að greiða eða hvernig.

11 dögum síðar fæ ég tilkynningu um opinber gjöld í vanskilum. Mér er hótað dagvöxtum eftir eindaga, en hef enn ekki hugmynd um hvenær hann er. Ég þarf meira að segja að hringja í Tollstjórann til að komast að því hvernig ég á að greiða. Gefnir eru upp tveir reikningar: A "Opinber gjöld utan staðgreiðslu" og B "Önnur gjöld" - hvort er ég???

Ef A er allt nema staðgreiðslan, hlýtur það sem ekki er A þá að vera staðgreiðsla? Af hverju segir þá ekki að reikningur B sé fyrir staðgreiðslugjöld??? Er fattarinn minn bilaður? Liggur þetta kannski í augum uppi???

Akkurru getur skatturinn ekki bara sent gíróseðil eins og allir aðrir?


< Fyrri færsla:
Efnisviðbætur!
Næsta færsla: >
Þrítugur hamarinn
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry