Tvísköttun

Ég þorði ekki annað þegar ég fékk hótanabréfið frá innheimtumanni ríkissjóðs (sjá neðar) en að borga í panikkasti fyrir helgina. Hver veit nema eindaginn ógurlegi reyndist vera 1. apríl og hnéskeljarnar á mér yrðu brotnar í beinu framhaldi. Tók sénsinn og greiddi inn á reikning B (sjá enn neðar).

Nú var ég að fá launaseðil og þar lætur innheimtumaður ríkissjóðs til skarar skríða og tekur þessar 98.438 af mér. Þar með er ég búinn að borga þær tvisvar. Jibbí. Og í ofanálag er enn dregið af mér í rangan lífeyrissjóð. Pirr.


< Fyrri færsla:
Sér grefur gröf sem grefur
Næsta færsla: >
Meira um gabbið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry