Þrotlausar rannsóknir

Eftir vinnu brunaði ég upp í Mjódd; náði í bolinn, kippti með Tiger-kippu úr ríkinu og matvöru úr Nettó. Leit svo við hjá Gunna frænda með DVD disk frá Ella. Afþakkaði boð um kvöldmat en lofaði að reyna að kíkja frekar á sunnudeginum.

Fór svo heim og snæddi rúgbrauð með karrísíld áður en ég fór út á leigu og tók Wayne's World á DVD. Stúderaði hana í botn og byrjaði m.a.s. að horfa á hana aftur með Directors Commentary. Upp úr því stendur að leikstjórinn hefur mjög undarlegan hlátur og er mjög stolt af öllu við myndina.

Ég tók reyndar Wayne's World sem gamla mynd með nýrri - efast um að ég eigi eftir að hafa tíma til að horfa á þá nýju, en maður er alltaf að reyna að spara!

Fattaði þegar ég var að handleika DVD hulstrið að ég hefði getað sparað mér nokkurra tíma vinnu með því að leigja hana fyrr og skanna inn lógóið! Ach, well...

Má til með að nota tækifærið og plögga einni af uppáhaldsmyndunum mínum og að ég held hinni góðu myndinni sem Dana Carvey hefur gert: Clean Slate (1994). Þarf að fara að sjá hana aftur.

Horfði ekki á fleiri gamlar gamanmyndir þetta kvöldið.


< Fyrri færsla:
Borgin í síðbúið bítið og tölvutússað fram á nótt
Næsta færsla: >
Buxum slátrað og skellt á skeið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry