Á eftir törn kemur leti

Það er merkilegt hvað ég verð stundum latur þegar vinnutörnum lýkur. Í september og október var töluverð törn í vinnunni, en núna frá mánaðarmótum hefur töluvert hægst um.

Í stað þess að vera duglegur, taka heimilið í gegn, læra swahili eða nota hlýindin til að þvo bílinn, geri ég næstum bara ekki neitt...

Það stendur eflaust til bóta, a.m.k. er aftur komið lífsmark á thorarinn.com.

Held að törninni hafi lokið akkúrat áður en að streitan fór að valda brjóstsviða, hef haft einn súran dag en það virðist hafa liðið aftur hjá.

Ekki verður meira rætt um magasýrur að sinni. Góða nótt.


< Fyrri færsla:
Bjórþrautaganga og lénsuppnám
Næsta færsla: >
Gömul kynni og glæný bróðurdóttir
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry