Thorarinn.cominn frá Køben

Í gærkvöldi kom ég frá Kaupmannahöfn eftir að hafa verið þar um helgina. Það var afskaplega freistandi að sofa lengur í morgun í stað þess að mæta í vinnu, en eftir nokkuð strögl við sængina tókst mér að brjótast undan oki hennar og hafa mig á lappir. Mætti aðeins of seint í vinnuna, en þó nokkurn vegin innan eðlilegra marka.

Myndskreytt ferðasaga er væntanleg á vefinn fljótlega.

Dagana áður en ég fór út fékk ég magakveisu með svolitlum hita og tilheyrandi niðurköstum og uppgangi. Stóð reyndar stutt yfir, en ég hélt mig heima við til að tryggja að ég yrði hress í ferðinni (frekar en að pína mig í vinnuna og sitja þar á skertum afköstum). Þetta gekk eftir og ég var pestarlaus þegar kom að ferðinni (kannski örlítið þreklítill, en það háði mér ekki að ráði).

Nú þarf bara að vinna upp nokkurra tíma svefnskuld, éta svolítið fríhafnarnammi og þá verð ég eldhress.

Uppfært: Ferðasagan


< Fyrri færsla:
Örstutt statusskýrsla
Næsta færsla: >
Kynntist ungri konu
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry