Ferðasaga klár, lénamál óklár
30. nóvember 2003 | 0 aths.
Nú hef ég lokið við að skrá myndskreytta ferðasögu til Köben.
Er í brasi með að ganga frá endurnýjun á thorarinn.com, svo hver veit hvort hægt verður að sjá þennan texta eftir 2. des. þegar skráningin rennur út. Hef hringt nokkur símtöl út til USA og komist að því að helsti munur á að tala við þjónustufulltrúa hjá Network Solutions annars vegar og Register.com hins vegar er að hjá þeim síðarnefndu heyrist í þjónustufulltrúunum, en þeim fyrrnefndu ekki nema óljóst bergmál.
Fyrir þá sem heillast af dönsku ferðasögunni má til gamans benda á frásögn af ferð okkar feðga til London haustið 2001.
Fleira verður ekki skráð í dag.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry