07. desember 2003 | 0 aths.
Eftir töööluvert bras og þó nokkur símtöl til Bandaríkja Norður Ameríku hef ég tryggt mér yfirráð yfir léninu thorarinn.com fram í desember á næsta ári og það sem ekki er síður mikilvægt, byrja með hreint borð hjá nýjum skráningaraðila (ótrúlegt hvaða magn af úreldum upplýsingum Network Solutions gat dregið fram í tilraunum mínum til að endurnýja hjá þeim).
09. desember 2003 | 0 aths.
Ég hef verið óttalegur zombí undanfarna daga, ekki druslast á fætur á morgnana nema með harmkvælum og verið hálfsofandi í vinnunni langt fram eftir degi. Hluti af vandanum felst örugglega í birtuleysinu, ekki skammdegisþunglyndi heldur er ég viss um að í erfðamenginu mínu búa einhver dvalagen. Um þetta leyti árs (og sérstaklega kringum jólin) grípur mig iðulega löngun til að halda mig bara undir sænginni ... alltaf.
11. desember 2003 | 0 aths.
Á leið heim úr vinnu í dag sá ég enn eina sönnun þess að fólk er fíbl.
Á ljósum við hliðina á mér var stopp kona um fimmtugt, ekkert athugavert við það per se, nema að hún var með litla hundarottu í fanginu. Eina af þessum píslum sem ekkert mál væri að koma fyrir í skókassa af miðlungsstærð (og loka).
15. desember 2003 | 0 aths.
Þá er kominn mánudagur.
Á laugardeginum afrekaði ég það að fara í verslunarleiðangur og klára öll jólainnkaup. Fór þaðan í Hafnarfjörð og kjáði aðeins framan í Vilborgu frænku áður en ég brunaði aftur til höfuðborgarinnar til að sturta mig og raka.
18. desember 2003 | 0 aths.
Ég var að koma úr bíó, forsýningu á LOTR 3: Return of the King. Brill.
Engar áhyggjur, það eru engar vindskeiðar (spoilers) í þessari frásögn. (Leyfi mér samt smá guðlast í fyrirsögninni).