Hundarotta undir stýri

Á leið heim úr vinnu í dag sá ég enn eina sönnun þess að fólk er fíbl.

Á ljósum við hliðina á mér var stopp kona um fimmtugt, ekkert athugavert við það per se, nema að hún var með litla hundarottu í fanginu. Eina af þessum píslum sem ekkert mál væri að koma fyrir í skókassa af miðlungsstærð (og loka).

Hundspottið sat sem sagt í fanginu á henni og horfði út um gluggann og hún sat hin rólegasta og beið eftir grænu ljósi. Þótt hundurinn hafi verið lítill er ég ekki viss um að það þurfi að halda á honum eins og ungabarni. Og hvað þegar hann missir áhugan á því að horfa út um gluggann, stendur upp og skiptir um stellingu? Eða verður mál? Það skal enginn segja mér að það trufli ekki bílstjóra sem er að aka í þungri umferð á 70 km hraða ef að hundur mígur á hann.

Mér fannst þetta ekki sérlega gáfulegur hundur að sjá og trúi honum alveg til að míga þar sem honum sýnist.

Ég hneykslaðist alla vega í botn, en ég er kannski bara afturhaldsseggur.

Ekki verður því meira tuðað yfir einmanna konum um fimmtugt sem kunna að sækja sér félagsskap hjá ferfætlingum.


< Fyrri færsla:
Sjálfstortúr og tannlæknaheimsókn
Næsta færsla: >
Helgin að baki, hangikjöt, ungbörn og sýndarþynnka
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry