Helgin að baki, hangikjöt, ungbörn og sýndarþynnka

Þá er kominn mánudagur.

Á laugardeginum afrekaði ég það að fara í verslunarleiðangur og klára öll jólainnkaup. Fór þaðan í Hafnarfjörð og kjáði aðeins framan í Vilborgu frænku áður en ég brunaði aftur til höfuðborgarinnar til að sturta mig og raka.

Leiðin lá svo fyrst suður í Kópavog í árlegt jólahangikjöt MA klíkunnar. Þar voru mættir þrír jafnaldrar (hálfs árs gamlir, skeikar nokkrum vikum á þeim) ein yngri dama og fimm börn til viðbótar. Töluvert fjör og jókst heldur þegar leið á kvöldið. Að sjálfssögðu voru teknar myndir af krílunum í gríð og erg, hér eru nokkur sýnishorn. Foreldrarnir geta sent mér línu ef þeir hafa áhuga á myndum í útprentunargæðum.

BarnamyndBarnamyndBarnamynd
BarnamyndBarnamyndBarnamynd
BarnamyndBarnamyndBarnamynd

Það boð leið undir lok þegar klukkan tók að nálgast tíu og undirritaðan var farið að syfja eins og börnin (líklega síðbúin Smáralindarveiki). Hins vegar var ekki slegið slöku við heldur brunað í innflutningspartý Más og Stínu. Heldur var kappinn þreyttur framan af, en hresstist svo í prýðilegu eldhúspartýspjalli uns ekið var heim um tvöleytið - enda ekki sullað í neinu sterkara en malti og appelsíni það kvöldið.

Á sunnudeginum naut ég þess að sofa fram eftir og vakna í miklum rólegheitum. Hafði ákveðið að taka þátt í smá atburði sem ég hélt að væri klukkan 14, kom hins vegar í ljós að það átti að byrja kl 13 - sem ég fattaði ekki fyrr en of seint. Þess í stað lagðist ég upp í sófa og horfði á nokkra Friends þætti, og svo eitthvað lélegt í sjónvarpinu og svo...

Skyndilega áttaði ég mig á því að ég var að eyða deginum eins og maður myndi gera ef maður væri þunnur, nema að ég var ekkert þunnur. Reif mig því upp rétt fyrir kvöldmatarleytið, í sturtu og startaði þvottavél. Brenndi svo suður í Hafnarfjörð til að skila grip sem ég hafði fengið lánaðan. Þar bar svo vel í veði að mér var boðið í mat, dýrindis máltíð og sat svo á spjalli við Vilborgu frænku fram á kvöld.

Og nú er fyrsti vinnudagur vikunnar að baki... Áðan fór ég að bralla svolítið sem gæti orðið í frásögur færandi í byrjun næsta árs, en nú er ég farinn að sofa.


< Fyrri færsla:
Hundarotta undir stýri
Næsta færsla: >
Það er fullkomnað
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry