Það er fullkomnað

Ég var að koma úr bíó, forsýningu á LOTR 3: Return of the King. Brill.

Engar áhyggjur, það eru engar vindskeiðar (spoilers) í þessari frásögn. (Leyfi mér samt smá guðlast í fyrirsögninni).

Þessi mynd er alveg eins og hún á að vera; eftir undirbúning í þrjú kortér hefst fyrsti bardaginn og eftir það eru bara linnulausar orrustur, brotnar upp með nokkrum hetjuræðum, við og við er fylgst með tveimur drengstaulum, öðrum bláeygum og hinum búlduleitum sem eru að þramma fjallvegu með hring sem þeir eru að reyna að losna við. Svo er haldið áfram að sýna frá orrustunum.

Bara allt flott, sviðsmyndirnar ótrúlegar og jafnvel væmnu senurnar með fiðluleiknum eru nær því að maður fái kökk í hálsinn heldur en klígju.

Gef henni fullt hús stiga. (Og get ekki beðið eftir Special Edition :)

Sýningin sem ég fór á var boðssýning á vegum Tölvumynda (kann ég þeim bestu þakkir fyrir), þarna voru nokkrir af mínum fyrrum vinnufélögum og annað fólk sem ég kannast við (þar á meðal litli bróðir). Í hinum salnum var svo boðssýning EJS þar sem voru enn fleiri fyrrum vinnufélagar. Nördarnir rúla.

Ekki verða fleiri Orkar vegnir að sinni.


< Fyrri færsla:
Helgin að baki, hangikjöt, ungbörn og sýndarþynnka
Næsta færsla: >
Gleðilega rest
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry