Gleðilega rest

Þá er maður kominn aftur suður og fríið brátt á enda. Af tæknilegum orsökum gat ég ekki uppfært vefinn þegar ég var fyrir austan en er nú sestur aftur við lyklaborðið.

Eins og venjulega sendi ég engin jólakort, þrautsegir vinir mínir halda samt enn áfram að senda mér jólakort með myndum af börnunum sínum og ég vil hér með þakka kærlega fyrir þær. Ein jólin stillti ég upp öllum myndakortunum sem fékk og til varð myndasafn svipað og amma hafði af okkur barnabörnunum sínum (nema að hennar myndir voru í ramma og fínerí). Síðan hefur börnunum fjölgað og mér sýnist í fljótu bragði að í ár hafi ég fengið 8 barnamyndir - þannig að ég veit ekki alveg hvort stofan ber slíkan fjölda.

Þá er mér öllum lokið í bili.


< Fyrri færsla:
Það er fullkomnað
Næsta færsla: >
Flutningar standa yfir
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry