Bók djöfulsins

Bókin DaVinci Code er bók djöfulsins!

Ekki svo að skilja að hún sé illa skrifuð eða málsvari myrkrahöfðingjans, þótt vissulega sé tæpt á ýmsum trúarlegum málum. Þvert á móti er hún svo helvíti góð að hún fór alveg með helgina hjá mér.

Óskar Örn vildi endilega lána mér hana og ég var til í það enda heyrt mikið um hana talað og hef nokkrum sinnum svipast um eftir henni í bókabúðum. Ég byrjaði að lesa hana á fimmtudaginn og kláraði á sunnudag - fyrir vikið gerði ég sama og ekkert alla helgina!

Fór þó í útskriftarveislu á laugardagskvöld og þaðan í bæinn. Reif mig upp eldsnemma á sunnudag til að fara á leikæfingu og brunaði svo heim aftur að klára bókina. Það var því ekki fyrr en á sunnudagskvöld að ég gat farið að kroppa í þau verkefni sem ég hafði ætlað að vinna um helgina. Gekk reyndar þokkalega þegar til kom.

Meðal þess sem ég gerði í gærkvöldi var að setja inn nýjar myndir af Vilborgu frænku sem mun vera komi yfir 16 merkurnar og búin að læra að sofna með snuð (foreldrunum til mikillar ánægju).

Var svo rétt í þessu að koma af leikæfingu þar sem ég var settur í draumahlutverkið í rússneska sirkusnum: Hnífakastarinn!!!

Meira verður sagt frá fjölleikbrögðum síðar...

Þökk sé þeim sem hlýddu.


< Fyrri færsla:
Skúrað í snjónum
Næsta færsla: >
Gúdd ívníng Æsland, þis is Rössja spíking
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry