Bráðabirgðalagfæring til léttingar

Eftir síðustu viðbætur var forsíðan mín orðin um 290K með myndum. Það er náttúrulega ekki, ekki, ekki, ekki þolandi.

Allt verður þetta betra þegar ég næ að gagnagrunnstengja vefinn, en eins og oft vill verða hefur sú framkvæmd dregist aðeins. Til bráðabirgða hef ég því tekið allar færslur sem skráðar voru 2003 og sett á sérstaka síðu. Það léttir forsíðuna töluvert (um ca. 230K!).

Ég reyni að vanda þetta þannig að bráðabirgðavefslóðin verði áfram virk þegar gagnagrunnstengingin kemst á - því auðvitað stefni ég að krúttlegum og skiljanlegum vefslóðum (URLum fyrir innvígða).

Uppfært: Nú er hann loks kominn í gagnagrunn blessaður vefurinn!


< Fyrri færsla:
Súngið í skóginum
Næsta færsla: >
Bréf til þáttarins
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry