Óskammfeilið leikhúsplögg

Enn skal sýningin plögguð, enda geri ég ráð fyrir að einhverjir lesenda hafi hug á að bregða sér í leikhús og sjá sýningu sem er alveg bráðskemmtileg (algerlega óháð minni þátttöku í henni).

Sýnt er í Tjarnarbíói og hægt að panta miða í síma 551 2525 eða á midasala@hugleikur.is. Miðaverð er 1.800 kr og ókeypis fyrir 12 ára og yngri í fylgd fullorðinna.

Sýnt er kl. 20 eftirfarandi kvöld (fleiri sýningar gætu bæst inn á milli ef/þegar aðsókn verður góð):

 • 28. febrúar laugardagur - frumsýning
 • 7. mars sunnudagur
 • 13. mars laugardagur
 • 14. mars sunnudagur
 • 20. mars laugardagur
 • 25. mars fimmtudagur
 • 28. mars sunnudagur
 • 2. apríl föstudagur
 • 3. apríl laugardagur
 • 7. apríl miðvikudagur
 • 14. apríl miðvikudagur
 • 17. apríl laugardagur

Sjá einnig frétt á Leiklistarvefnum þar sem stuttlega er sagt frá söguþræði og aðdraganda verksins.

Af mér er annars allt fínt, kemst fátt að nema vinna og leikæfingar - en vonir standa til þess að ég öðlist að einhverju leiti aftur líf að lokinni frumsýningu. Ekki svo að skilja að ég sé að sligast, öðru nær, en svona törn er auðvitað pínu lýjandi á köflum.

Í gær var fyrsta æfing með fullu sminki. Heyrst hefur fleygt að persóna mín Sergej sé í raun þýskættaður og rétt stafsetning á nafni hans sé Sehr Gay - hvort gyllta augnmálningin og sadó-masó vestið úr hæsnaneti (sem flettir holdi af samleikurnum næstum á hverri æfingu) hafi eitthvað með þá tilgátu að gera skal ósagt látið.

Propps er að smella saman, hnífakastarinn kominn með gylltan hníf og verið að leggja lokahönd á málun leikmuna og búnings fyrir alter-egó Sergej. Öll tilhlýðileg stoðtæki hafa nú verið sótt og verður þeim í fyrsta sinn beitt á lokaæfingu í kvöld. Generalprufa á morgun. Stuð.

"Hér er allt á fullu í undirbúningi sé ég."


< Fyrri færsla:
Takandi tönn og kafinn önnum
Næsta færsla: >
Innkoma ársins
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry