mars 2004 - færslur


Mútutilraun og klósettferð til fjár

Í gær fékk það sem næst kemst því að vera mínar fyrstu mútur sem opinber starfsmaður. Ónefnd prentsmiðja sendi mér bæklinga til að kynna þjónustu sína og með í umslaginu fylgdi forláta nafnspjaldaaskja úr afskaplega hágljáandi málmi.

Glimrandi dómur í Mogganum

Í morgun birtist (lox) umsögn um frumsýningu Sirkuss. Get ekki annað sagt en að hún sé glimrandi jákvæð. Ekki spillir hvað yðar einlægur er ábúðarmikill á meðfylgjandi ljósmynd ásamt "eiginkonunni", Siggu Láru. Meira síðar, þarf að vinna núna.

Ofið og greitt úr flækjum

Þá er ég búinn að vera að fikta aðeins í uppsetningunni á forsíðunni. Þetta útlit verður millistig meðan ég klára að forrita virknina, eftir það mun ég skipuleggja útlitið betur í ljósi nýrra þarfa.

Líf forritunarnördsins

Ég er búinn að vera að bardúsa við það undanfarin kvöld að snurfusa forritunina á þessari dagbók. Þar hefur gengið á ýmsu og yfirleitt hefur ein lagfæring leitt af sér tvo óvænta hnökra og miklar hárreytingar. Þetta er þó allt að mjakast og núna er ég búinn að breyta vísunartækninni frá því að nota 404 síðu yfir í að nota mod_rewrite eins og alvöru for-dritari. Fyrir þá lesendur sem fölna við þetta forritunartal mun ég nú vinda mér yfir í aðra sálma... í bili.

Mánudagur til sólar og smölunar

Sýning gærkvöldsins á Sirkus gekk prýðilega. Frekar fáir höfðu bókað miða, en með samstilltu átaki í smölun tókst á stuttum tíma að safna í prýðilegan sal. Fyrir sýningu kom ljósmyndari frá Morgunblaðinu og tók myndir af okkur hnífakastara "hjónunum". Þær verða eflaust mjög artí þar sem okkur var stillt upp í margs konar pósur og teknar myndir frá ýmsum óvenjulegum sjónarhornum. Mér skilst að eitthvað verði um okkur fjallað í næsta föstudagsblaði.

Og sumarið er fyrir bí...

Ég fór með bílinn í 3 ára skoðun í umboðið í síðustu viku. Ég vissi af því að miðstöðin var með stæla og að eitthvað þyrfti að gera við hana. Vitandi það að svona skoðanir eru rándýrar fannst mér spennandi að sjá hvort hún myndi kosta meira eða minna en Dæhatsúinn sem ég seldi síðasta vor.

Samúð rignir inn...

Eftir dagbókarfærslu gærdagsins hefur síminn varla stoppað vegna símhringinga frá áhyggjufullum lesendum. Því er rétt að taka fram að heimsendir er hvergi í nánd og ég mun hafa efni á að kaupa mér annað fæði en hrísgrjón og pasta.

Verðbréfamógúll í dúnúlpu

Hjá mér gerist aldrei neitt, en samt hefur heilmikið gerst undanfarna daga! Í fyrradag (miðvikud.) fékk ég t.d. bréf frá Landsbankanum þess efnis að ég sem hluthafi fengi 10% arð af eign minni. Eftir að fjármagnstekjuskattur er dreginn af arðinum fæ ég út kr. 1.350! Það munar um umsvif okkar stóreignamannanna.

Horft um helgaröxl

Voðalega líða þessar helgar skelfilega hratt! Maður er varla kominn heim úr vinnunni á föstudegi þegar komið er seinnipartur sunnudags. Þetta er annars búin að vera afslöppuð helgi og nokkuð letileg, en þó hef ég haft sitthvað fyrir stafni.

Vísir að leikhöfundi í glímu við útlenska skriffinnsku

Undanfarið hefur dagsmynstrið hjá mér einkennst af því að vera glaðvakandi fram á nótt, vakna síðan með ferskleikastig úldinnar borðtusku og drattast allt of seint af stað í vinnuna. Skynsemin segir mér að það sem mig vanti sé hreyfing til að koma blóðrásinni og púlsinum af stað - og byrjendanámskeið í jóga til að ná púlsinum aftur niður.

Fimmtudagssýning og efnafræði

Sirkussýning gærdagsins gekk ágætlega, mæting var góð og þótt salurinn hafi verið frekar lengi að komast í gang náðist upp prýðileg stemmning þegar leið á leikritið. (Leikarar kenna alltaf salnum um ef lítið er hlegið, enda eru gestir í sal það eina sem breytist milli sýninga - leikararnir eru þeir sömu...). Reyndar gekk mikið á fyrir sýningu og í raun vel sloppið að upphaf hennar dróst ekki um nema fimm mínútur.

Messufall á sunnudegi

Ég var að frétta að sýning morgundagsins (sunnudag) á Sirkus fellur niður vegna veikinda. Þeim sem ætluðu að berja okkur augum þá er bent á að sýna biðlund fram að næstu sýningu.

Kvefuð milliríkjadeila

Eins og opinberum starfsmanni sæmir leyfir maður sér ekki að vera lasinn á virkum dögum, heldur tekur helgarnar í það. Um kvöldmatarleytið á laugardaginn fór ég að fá hálsbólgu og nefrennsli og kvefið magnaðist þegar leið á sunnudaginn.

Rennr nefs úr dropafjöld

Kvefið sýnir engin merki um undanhald en sýnir þess í stað á sér nýjar hliðar rétt rúmlega daglega. Ég stefni sem stendur að því að klára pappírsbirgðir borgarverkfræðingsembættisins í snýtur milli þess sem ég hósta og hnerra.

Dagbók sjúklings

Ég lufsaðist heim úr vinnunni um þrjúleytið í gær, enda ljóst að afköstin voru lítil sem engin og allt eins gott að koma sér heim og leggjast undir sæng. Ég lét mér reyndar nægja að leggjast undir teppi og horfði á Saving Private Ryan á DVD með tilheyrandi snýtum, hálstöflum og parasetamóli.