Glimrandi dómur í Mogganum
05. mars 2004 | 0 aths.
Í morgun birtist (lox) umsögn um frumsýningu Sirkuss. Get ekki annað sagt en að hún sé glimrandi jákvæð. Ekki spillir hvað yðar einlægur er ábúðarmikill á meðfylgjandi ljósmynd ásamt "eiginkonunni", Siggu Láru.
Meira síðar, þarf að vinna núna.
Viðbót:
Í stuttu máli er gagnrýnandinn, Hrund Ólafsdóttir, afskaplega ánægð með sýninguna og hrósar henni í hástert, sérstaklega frammistöðu Huldu og stílfærslunni allri (og þar er ég alveg sammála).
Um okkur sirkusfólkið segir: "...lita verkið svo eldrautt sem raun ber vitni með frábærum búningum en þannig voru þeir upplífgandi og samstilltir þótt þeir væru alvarlegir og agaðir um of."
Ég viðurkenni það að við sirkusfólkið eigum það til að detta úr sprellgírnum enda vandasamt að leika karaktera sem ekkert eiga að vita eða skilja í íslensku en þurfa samt "óvart" að vera á ákveðnum stöðum á ákveðnum tímum. (Fyrir utan auðvitað sannleikann um uppruna sirkusfólksins sem við leikararnir þekkjum og er ekki alveg laus við alvarleika og aga).
Vona að Jim Smart og Mogginn fyrirgefi mér að ég birti hér hluta af ljósmyndinni sem fylgdi umsögninni:

Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry