Stóri sunnudagurinn

Á morgun sunnudag munu pabbi og bræður hans þreyja Vasagönguna. Bendi á Vasavefinn þeirra fyrir nýjustu upplýsingar og stöðu mála. Þar er meðal annars að finna vefslóð á sjálfvirka tímatöku.

Sjálfur er ég búinn að vera með smávægilega magakveisu í dag, eða innantökur eins og það heitir á góðri íslensku. Treysti því að það sé bara tilfallandi svo að ég verði sprækur í leikhúsinu á morgun, ekkert sem bendir til annars.

Svo er ég búinn að vera duglegur að forrita, tilraunaútgáfa af nýrri dagbók gæti birst hér innan skamms!

En nú skal Vasavefurinn uppfærður.


< Fyrri færsla:
Glimrandi dómur í Mogganum
Næsta færsla: >
Gagnagrunnstenging!!!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry