Gagnagrunnstenging!!!

Ef þessi texti birtist þá er ég loksins búinn að gagnagrunnstengja síðuna mína! Þvílíkt og annað eins...

Það á ekki að sjást á vefslóðunum, en þetta er heimatilbúið PHP/MySQL og virðist núna farið að virka í grunnatriðum. Ég er búinn að brasa við það í allt kvöld skráarsystemið á vistunarþjóninum er ekki að haga sér alveg eins og Win2000 serverinn minn hérna heima. Það hefur gengið á ýmsu enda auðvelt að flækja málin með eintök af öllum skrám bæði á C: og FTP-að yfir á vefþjóninn. Eyddi t.d. hálftíma í að finna út af hverju vísanir í eina helv. möppu með include-um var ekki að virka - komst svo að því að ég hafði einfaldlega aldrei FTP-að möppuna yfir.

Næst er svo smá tiltekt í útlitinu og svo kemur að archive listum og RSS væðingu. Bíðiði bara!!!

Fyrir nördana má segja frá því að dagbókarvirknin byggir á því að engin af slóðunum sem virðast vísa á möppur undir dagbókinni er í raun til, t.d. varanleg slóð þessarar færslu: /dagbok/20040309/. Þess í stað er ég með sérstakt 404.php skjal sem leitar að strengnum /dagbok/ í URLinu og ef það finnst kallar 404 skjalið í dagbókarvirknina og er þá búið að brjóta URLið niður í þægilega parametra.

Uppfært 13. mars: Nú er ég búinn að breyta þessu þannig að mod_rewrite sér um að grípa vísanir á dagbókarfærslur, ekki 404 síða.

Í leiðinni bjó ég til snyrtilega 404 villusíðu. (Sem nota bene skráir öll tilfelli í gagnagrunn til að hjálpa mér að finna brotna linka).

Nóg komið af nördaskap í kvöld - sofa núna!


< Fyrri færsla:
Stóri sunnudagurinn
Næsta færsla: >
Vasabræður komnir heim og sýnt sem aldrei fyrr
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry