Samúð rignir inn...

Eftir dagbókarfærslu gærdagsins hefur síminn varla stoppað vegna símhringinga frá áhyggjufullum lesendum. Því er rétt að taka fram að heimsendir er hvergi í nánd og ég mun hafa efni á að kaupa mér annað fæði en hrísgrjón og pasta.

Það er nú bara þannig að bílar bila og hægðir henda, ég hefði allt eins getað lent í því að nuddast utan í einhvern og borga sömu upphæð í viðgerð vegna þess.

Úti er sól og ég farinn að taka upp sportlegri klæðaburð með bómullarjakka í stað útivistar- eða ullarjakka. Reyndar er alveg á mörkunum að hitastigið leyfi slíkt stripl ef ég þarf að ganga lengra en einhvern smáspöl, en maður er miklu léttari á sér og það eitt og sér dugir mér. Svo er bara að vona að úlputíðin sé ekkert að flýta sér til baka.

Talandi um sumarfrí (í gær þ.e.) þá skilst mér að það sé ólíklegra en hitt að óljósar hugmyndir um Evrópuþvæling í sumar verði að veruleika. Hins vegar er ég að spökulera í því að fara á leiklistarnámskeið í Svarfaðardal... kemur í ljós.

En til útlanda fer ég, þótt síðar verði...

"Þegar ég fór til Ameríku..."
"Nú, þú hefur þá týnt honum á skipinu!"


< Fyrri færsla:
Og sumarið er fyrir bí...
Næsta færsla: >
Verðbréfamógúll í dúnúlpu
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry