Fimmtudagssýning og efnafræði

Sirkussýning gærdagsins gekk ágætlega, mæting var góð og þótt salurinn hafi verið frekar lengi að komast í gang náðist upp prýðileg stemmning þegar leið á leikritið. (Leikarar kenna alltaf salnum um ef lítið er hlegið, enda eru gestir í sal það eina sem breytist milli sýninga - leikararnir eru þeir sömu...). Reyndar gekk mikið á fyrir sýningu og í raun vel sloppið að upphaf hennar dróst ekki um nema fimm mínútur.

Músíktilraunir höfðu verið með Tjarnarbíó á undan okkur og reyndust hafa fokkað öllum ljósum upp. Herranótt er að sýna samhliða okkur og eftir samningaviðræður og reddingar geta bæði leikfélögin notað sömu ljósauppsetningu og við höfum ekki þurft nema að stilla af stöku kastara fyrir sýningar. Eftir fyrstu músíktilraunir áttu ljósameistarar von á hinu versta og mættu sérlega snemma til að meta skaðann - þá kom hins vegar í ljós að lítið sem ekkert hafði verið átt við ljósin og ótti reyndist því óþarfur. Í gær mættu menn því bara á venjulegum tíma og við rumpuðum upp leikmyndinni á nýju meti. Hins vegar vandaðist málin þegar kom að því að fínstilla ljósin því þar var allt í steik.

Kastarar höfðu verið færðir til og allar stillingar í ljósaborðinu farnar úr skorðum. Greyið Valdimar ljósamaður þurfti því að þeytast kófsveittur upp og niður tröppur með níðþunga kastara og stilla allt upp á nýtt (og ekki bætti úr skák þegar leikmyndin þvældist fyrir tröppunni). Betur fór en á horfðist og sýningin dróst ekki nema um örfáar mínútur.

Í hetjusögum verður einnig að geta Hrefnu sem lék fárveik og hefur eflaust verið náföl undir hvítu meikinu. Henni tókst samt einhvern vegin að klára sýninguna með glans.

Til þess eru viðmiðunarreglur að brjóta þær og þótt ég sé ekki vanur að linka mikið út á aðra vefi þá verð ég sem efnafræðingur að vekja athygli á vefnum dhmo.org sem er hefur að geyma mikið magn upplýsinga um skaðræðisefnið Díhýdrógenmónoxíð sem er að finna ótrúlega víða í umhverfi okkar. Á þessum vef er að finna margar sláandi staðreyndir um skaðsemi DMHO

Dæmi um hætturnar sem stafa af DHMO:

  • Prolonged exposure to solid DHMO causes severe tissue damage.
  • DHMO is a major component of acid rain.
  • Gaseous DHMO can cause severe burns.
  • Leads to corrosion and oxidation of many metals.
  • Found in biopsies of pre-cancerous tumors and lesions.

DHMO er víða notað í iðnaði og við aðra vafasamri iðju:

  • as an industrial solvent and coolant
  • in nuclear power plants,
  • by elite athletes to improve performance,
  • in the production of Styrofoam,
  • in biological and chemical weapons manufacture,
  • as a major ingredient in many home-brewed bombs,
  • as a byproduct of hydrocarbon combustion in furnaces and air conditioning compressor operation,
  • in animal research laboratories, and
  • in pesticide production and distribution.

Díhýdrógenmónoxíð er að finna mun víðar í okkar daglega umhverfi en flestir gera sér grein fyrir. Það er m.a. notað:

  • as an additive to food products, including jarred baby food and baby formula, and even in many soups, carbonated beverages and supposedly "all-natural" fruit juices
  • in cough medicines and other liquid pharmaceuticals,
  • in spray-on oven cleaners,
  • in shampoos, shaving creams, deodorants and numerous other bathroom products,
  • in bathtub bubble products marketed to children,
  • as a preservative in grocery store fresh produce sections,
  • in the production of beer by all the major beer distributors,
  • in the coffee available at major coffee houses in the US and abroad,

Einnig grasserar DHMO notkun í öllum matvælaiðnaði: "Studies have shown that even after careful washing, food and produce that has been contaminated by DHMO remains tainted by DHMO."

Sannarlega sláandi staðreyndir! Sjá meira á dhmo.org.


< Fyrri færsla:
Vísir að leikhöfundi í glímu við útlenska skriffinnsku
Næsta færsla: >
Messufall á sunnudegi
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry