apríl 2004 - færslur
01. apríl 2004 | 0 aths.
Hlutirnir gerast hratt á öldinni sem fylgir í kjölfar gerfihnattaaldarinnar og nú er ég á leið í trúlofunarveislu (míns eigins!) í Jemen! Það er ekki líkt mér að taka upp á einhverju svona en það er einmitt það sem gerir þetta svo spennandi.
02. apríl 2004 | 0 aths.
Þá er runninn upp þessi merkilegi dagur þar sem maður vaknar heilu ári eldri en maður fór að sofa kvöldið áður. Reyndar að því gefnu að maður hafi sofnað fyrir miðnættið, annars á eldingin sér stað í vöku. Það stóð eflaust tæpt hjá mér í gærkvöldi og ég er hreinlega ekki viss hvort ég var sofnaður fyrir miðnætti eða ekki - það hefur í gegnum tíðina reynst mér frekar erfitt að veita því athygli nákvæmlega hvenær ég sofna.
05. apríl 2004 | 0 aths.
Þá er nokkuð viðburðarík helgi að breiðu baki og örstutt vinnuvika rétt að byrja og næstum búin. Þessa helgi eru í frásögur færandi tvær sýningar, samlestur, púkapössun, níræðisafmæli, kökukaffi, nýyrðasmíð og nýjustu fréttir af þrálátu kvefi sem nú hefur áhrif á göngulag hnífakastarans.
07. apríl 2004 | 0 aths.
Aldrei þessu vant verð ég í borginni í páskafríinu og það án þess að hafa stífa dagskrá. Ætla þess í stað að dunda mér aðeins heima við í margvíslegu stússi sem setið hefur á hakanum undanfarið og slaka örlítið á millum dugnaðarkasta.
11. apríl 2004 | 0 aths.
Aðaluppistaðan í piparsteik piparsveinsins er pipar. Góður slatti af pipar. Og piparsósa. Og kjöt. Þetta eru aðalatriðin, annað meðlæti er bara bónus. Allt ofantalið ætti að fást í næstu matvöruverslun og í sumum verslunum er jafnvel hægt að velja kjötið úr kjötborði. Piparsveinninn verður þó að meta það í hverju tilviki hvort það sé kostur, því reynslan virðist sú að það er sama hvaða kjöttegund afgreiðslumenn í kjötborðum eru spurðir um, þær eru allar mjög góðar á grillið eða pönnuna.
13. apríl 2004 | 0 aths.
Þá eru páskarnir að baki og maður mættur til vinnu uppfullur af gleði, hamingju og tilhlökkun að láta til sín taka og betrumbæta líf borgaranna.
13. apríl 2004 | 0 aths.
Þá er ég kominn með svona RSS dæmi eins og allir alvöru vefir þurfa að hafa nú í dag - ekki það að ég sé kominn upp á lag með að lesa bara RSS yfirlit, en þetta er nú krafa dagsins í dag.
14. apríl 2004 | 0 aths.
Það gerist ekki oft að ég skrifa tvær aðskildar færslur sama daginn, þannig að var ekki fyrr en í morgun sem ég áttaði mig á því að lógíkin sem raðar upp dagbókarfærslum á forsíðunni og í yfirlitslistum er gölluð. Hún ætti auðvitað að raða færslum innan dags þannig að sú nýjasta væri efst, en það er ekki að gerast núna.
15. apríl 2004 | 0 aths.
Það er ekki á hverjum degi sem ég er í Fréttablaðinu, hvað þá tvo daga í röð! Að vísu "under-cover" í bæði skiptin...
17. apríl 2004 | 0 aths.
Jæja, þá er lokasýning á Sirkus að baki, ég á leið í sturtu og síðan í hið lögbundna lokapartý. Mér fannst tilhugsunin um að fara á netið til þess eins að skrifa svona færslu of nördalega freistandi til að geta látið tækifærið fram hjá mér fara.
18. apríl 2004 | 0 aths.
Lokapartíið í gær tókst prýðilega og ég var með síðustu mönnum út um fimmleytið. Þrátt fyrir örlitla gjólu var þrammað heim á tveimur jafnfljótum í flennibirtu um fimmleytið (kannski það sé að fara að koma sumar?)
19. apríl 2004 | 0 aths.
Það hefur komið fyrir að ég noti þessa dagbók til að mæla með kvikmyndum, en þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæli með að lesendur taki mynd sem er í raun ekkert spes!
21. apríl 2004 | 0 aths.
Ég hef enga trú á því að veðrið á morgun verði jafn gott og í dag. Er ekki lögbundið að það eigi að vera skítakuldi á sumardaginn fyrsta?
22. apríl 2004 | 0 aths.
Blessunarlega gekk veðurspá mín frá því í gærkvöldi ekki eftir og hér er búið að vera hið besta veður í allan dag. Ég nýtti að sjálfsögðu tækifærið og svaf út og fór svo í hressingargöngu um hádegisbilið.
25. apríl 2004 | 0 aths.
Hér verður rutt út allt of miklum upplýsingum til að rúmast í einni dagbókarfærslu, í einni dagbókarfærslu!
26. apríl 2004 | 0 aths.
Ekki geta allir státað af því að eiga mynd á forsíðu mbl.is og í Fréttablaðinu tvo daga í röð. Hvað þá sömu myndina í öllum tilvikum! En það get ég...
28. apríl 2004 | 0 aths.
Þau undur og stórmerki urðu rétt í þessu að ég fór í fyrsta sinn á óperu, glænýja óperu á gömlum grunni: "Hvar er Figaro?" hjá Óperudeild Nýja söngskólans. Það verður að segjast eins og er að ég skemmti mér alveg prýðilega!