Páskalingur laus til umsóknar

Aldrei þessu vant verð ég í borginni í páskafríinu og það án þess að hafa stífa dagskrá. Ætla þess í stað að dunda mér aðeins heima við í margvíslegu stússi sem setið hefur á hakanum undanfarið og slaka örlítið á millum dugnaðarkasta.

Hafi einhver lesenda áhuga á að kíkja í heimsókn á næstu dögum eða fá mig heimsendan á sérstöku tilboði, er bara að hafa samband í emil eða síma.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá Sirkusinn, þriðja síðasta sýning verður sýnd í kvöld. Þá verður sérleg afmælissýning 14. apríl og lokasýning 17. apríl. Allir sem hafa gaman af græskulausu gamni ættu að hafa gaman af þessu gamni, eða þannig sko...

Tossalisti næstu daga:

  • Taka til í vinnuherberginu/skrifstofunni/ruslahaugnum
  • Leysa nokkur vandamál með vefumsjónarkerfi GSK
  • Virkja RSS lista fyrir thorarinn.com
  • Flokka gömul föt til að skila í Sorpu
  • Skrifa bréf
  • Lesa í LOTR
  • Lesa í DWWS
  • Venja mig af óskiljanlegum skammstöfunum
  • Hanna nýtt lúkk á thorarinn.com
  • Vera duglegur að heimsækja fólk
  • Finna afsakanir fyrir því að gera bara það af þessum lista sem mér finnst skemmtilegt

Svo kemur í ljós hvað af þessu ég stend við.


< Fyrri færsla:
Kvefbeinóttur
Næsta færsla: >
Páskapiparsteik piparsveinsins - byrjendaleiðbeiningar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry