RSS væddur netnjörður

Þá er ég kominn með svona RSS dæmi eins og allir alvöru vefir þurfa að hafa nú í dag - ekki það að ég sé kominn upp á lag með að lesa bara RSS yfirlit, en þetta er nú krafa dagsins í dag.

Skv. ábendingum vantaði að skilgreina stafasettið í fyrstu útgáfunni og þess vegna fór allt í steik með íslensku stafina. Því hefur verið kippt í liðinn. Til bráðabirgða þurfti ég líka að klippa út birtingardagsetninguna því validatorar krefjast klukkustimpils með dagsetningunni og sem stendur er ég ekki að skrá klukkuna í gagnagrunninn. Það stendur þó til bóta í næstu uppfærslu :)

Frekar en að ljúga öllum færslum upp á t.d. hádegi ákvað ég að prófa að fella dagsetningarstimpilinn alveg út, a.m.k. í bili.

Fyrst um sinn er fær RSS-ið bara textatengil vinstra megin á forsíðunni, en ég geri ráð fyrir að græja mynd í stíl við þær sem sjást í fætinum.

Í leiðinni lagfærði ég smá bögg í innsláttarforminu fyrir greinarnar mínar. Allt annað líf.

Hér ættu samkvæmt hefðinni að vera innblásin lokaorð...


< Fyrri færsla:
Postpáskagreining
Næsta færsla: >
Forritunarvilla afhjúpuð og drepfyndin hæna
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry