Forritunarvilla afhjúpuð og drepfyndin hæna

Það gerist ekki oft að ég skrifa tvær aðskildar færslur sama daginn, þannig að var ekki fyrr en í morgun sem ég áttaði mig á því að lógíkin sem raðar upp dagbókarfærslum á forsíðunni og í yfirlitslistum er gölluð. Hún ætti auðvitað að raða færslum innan dags þannig að sú nýjasta væri efst, en það er ekki að gerast núna.

Montið mitt frá því í gær um að RSS listinn væri komið í gagnið fékk því aldrei að vera í forgrunni á forsíðunni.

Það verður lítið mál að laga þetta, RSS yfirlitið gerir þetta rétt og þessu verður kippt í liðinn fljótlega.

Uppfært: Búinn að laga.

Ég kíkti á Wired.com í hádeginu og rakst á frétt/grein um vefinn Subservient Chicken sem er auglýsingabrella frá Burger King fyrir kjúklingaborgara.

Vefurinn er spoof á webcam vefi sem víða mun vera að finna í vafasama geiranum. Þú gefur "kjúklingi" fyrirmæli og hann bregst við þeim eftir bestu getu. Í raun eru þetta fyrirfram upptekin myndbrot og það er ótrúlegt hvaða fyrirmæli kjúklingurinn skilur, prófið t.d. "chicken sandwich", "duck", "fly" eða "read a book". Það er meira að segja til vefsíða með samantekt yfir það hvað kjúklingurinn fæst til að gera og hvað ekki.

Bráðfyndið! Sérstaklega ef maður hefur (hóst) slysast til að sjá einhverja af fyrirmyndunum (t.d. nektardansmeyjarnar sem voru á reykjavik.com hérna um árið).

Og svona að lokum, önnur wired frétt um það þegar fólk slysast til að taka The Onion alvarlega.

Megi kjúklingurinn vera með þér í dag.


< Fyrri færsla:
RSS væddur netnjörður
Næsta færsla: >
Fréttablað, forseti og fleira
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry