Fréttablað, forseti og fleira
15. apríl 2004 | 0 aths.
Það er ekki á hverjum degi sem ég er í Fréttablaðinu, hvað þá tvo daga í röð! Að vísu "under-cover" í bæði skiptin...
Á þriðjudag birtist frétt um færslu Hringbrautar sem var í öllum aðalatriðum copy-paste upp úr umfjöllun á vef Umhverfis- og tæknisviðs borgarinnar og ég kannaðist við mitt orðalag og lýsingar. Ekkert að því, enda eru þessar fréttir okkar auðvitað hugsaðar sem eins konar fréttatilkynningar.
Á miðvikudag var svo flennimynd af rússneska sirkusnum (og þar með mér í dulargervi) með umfjöllun um afmælissýningu á Sirkus, sem einmitt var í gær.
Þangað var ýmsum silkihúfum boðið og fremstur í flokki var forsetinn sjálfur. Ekki var að sjá annað en að honum líkaði ágætlega þegar grínast var með forföll forsetans í leikritinu. Ég passaði mig auðvitað sérstaklega vel að hafa hemil á fánanum þegar ég arkaði framhjá sætinu hans. Rétt fyrir hlé mátti svo sjá torkennilegt fólk í eldrauðum búningum utan við Tjarnarbíó að skjóta töppum af freyðivínsflöskum fyrir gestina. Hefur eflaust verið forvitnileg sjón.
Hluti raungreinaleshringsins úr kennslufræðinni mætti og létu þau bara vel af þessu öllu saman.
Þá er bara lokasýning á laugardag eftir og þar með lýkur þessum kafla á leiklistarferli mínum.
Eins og oft eftir sýningu fór ég ekkert mjög snemma í bólið og var skeeeelfilega þreyttur í morgun. Bætti ekki úr sök að einhver smá lumbra hefur verið í mér upp á síðkastið - en nú verður sko aldeilis farið snemma að sofa í kvöld! (hóst).
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry