Game over, man!

Jæja, þá er lokasýning á Sirkus að baki, ég á leið í sturtu og síðan í hið lögbundna lokapartý. Mér fannst tilhugsunin um að fara á netið til þess eins að skrifa svona færslu of nördalega freistandi til að geta látið tækifærið fram hjá mér fara.

Þetta var annars stórskemmtileg sýning, mjög góð mæting og góð stemmning í salnum. Kom í ljós að það voru óvenju margir sem ég þekkti - gaman að því. Ég held svei mér þá að þetta hafi verið með betri sýningum okkar, enda var bæði hugur í hópnum og gaman að góðum sal.

Það voru engin opinber lokasýningarsprell, en urðu samt (óvart) nokkur skemmtileg atvik. Til dæmis hefur Björn Sigurjónsson hér með hlotið indíánanafnið Fljúgandi Skór (í fleirtölu!). Einnig var stríðsmálning sumra með óvenjulegu sniði...

En ég má ekki vera að neinu trúlofunarfjasi þegar ógnin steðjar hér að! Ég þarf að fara í sturtu!


< Fyrri færsla:
Fréttablað, forseti og fleira
Næsta færsla: >
Tjaldið fallið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry