Alltaf í fjölmiðlunum

Ekki geta allir státað af því að eiga mynd á forsíðu mbl.is og í Fréttablaðinu tvo daga í röð. Hvað þá sömu myndina í öllum tilvikum! En það get ég...

Til að vekja athygli á nýhafinni vorhreinsun borgarinnar fór borgarstjóri með í fyrstu ferðina hjá hverfisbækistöð gatnamálastjóra við Njarðargötuna á laugardagsmorgninum.

Ég elti þá uppi og tók nokkrar myndir sem síðan voru sendar á þá fjölmiðla sem ekki höfðu sent ljósmyndara á staðinn. Skömmu síðar birtist frétt um þetta á mbl.is með mynd frá mér, sama mynd birtist svo í Fréttablaðinu í gær (sunnudag) og hluti hennar birtist aftur í Fréttablaðinu í dag þar sem borgarstjóra er hrósað fyrir að taka til hendinni.

Baksíðumynd sunnudagsmoggans er tekin við þetta sama tækifæri (og er mun flottari en mín, enda tekin af atvinnumanni sem var fyrr á fótum en ég - ég missti eiginlega af axjóninni).

En hér eru þeir, borgarstjóri og starfsmenn gatnamálastjóra á þessari títtnefndu mynd:

Borgarstjóri og starfsmenn gatnamálastjóra

Þá er ekki fleira í þættinum í kvöld.


< Fyrri færsla:
Litir, tónleikaflóðið mikla og frítt hagkerfi
Næsta færsla: >
Menningarviti í burðarliðnum?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry