Er mbl.is að verða að mblogg.is?
14. maí 2004 | 0 aths.
Þótt það sé ekki í samræmi við óopinbera ritstjórnarstefnu þessarar dagbókar að kommenta á blogg annarra (það er svo blogglegt eitthvað). Þá get ég ekki á mér setið að vísa á nýlega "frétt" á mbl.is.
Þar er haft eftir samtal tveggja andans manna á FM 957 (nákvæmlega!). Þetta eru ekki yfirveguðustu eða pólitískt rétthuxuðustu komment sem menn hafa látið frá sér fara og skiljanlegt að einhver skuli hneykslast á þeim. Hins vegar spyr ég, hvar er fréttin? Þetta er bara endursögn á samtalinu eins og maður gæti átt von á að sjá á prívatbloggum, en þar fylgir þó yfirleitt einhver athugasemd umsjónarmanns. Er blaðamaður hneykslaður á ummælunum? eða þykja þau fyndin? eða var einhver svefngalsi í einhverjum á fréttavaktinni? eða hvað?
Er mbl.is að breytast í mblogg.is?
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry