Nýjar myndir af Vilborgu

Nú er ég loks búinn að gera löngu tímabæra breytingu á myndasafni Vilborgar frænku og setja inn slatta af nýjum myndum. Það er líka viðeigandi þessa helgi þegar prinsessan er nýorðin hálfs árs.

Vilborg í stuði á leikteppinu

Áður voru þetta "statískar" skrár sem ég afritaði og breytti í hvert sinn sem nýr myndaskammtur kom á vefinn. Núna er þetta bara eitt skjal og ég set bara inn dagsetningu, kynningartexta og númer myndanna.

Í leiðinni snurfusaði ég svolítið uppsetninguna (og stóðst ekki mátið að gera hana örlítið bleikari).

Stærsta breytingin er þó líklega sú að nú notast ég ekki lengur við flokkinn /litla/ sem búinn var til í snarhasti þegar daman fæddist, nú dugir ekkert minna en /vilborg/. Allar gömlu slóðirnar eiga þó að virka áfram og framsendast á nýjar og réttari slóðir.

Endilega látið mig vita ef þið sjáið eitthvað athugavert.


< Fyrri færsla:
Er mbl.is að verða að mblogg.is?
Næsta færsla: >
Sem hengdur á þráð (eður þræði)
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry